 Toppaði sjálfan mig um helgina. Gekk með félögunum tveim á Vífilfell á laugardagsmorgni í sól og blíðu. Björgunarsveitaræfing með þyrlum allt í kring svo við töldum okkur óhætt í svaðilfarir. Ótrúlegt hvað þrekið hefur vaxið á skömmum tíma. Útsýni til allra átta. Sáum Tindfjöll, Heklu og Eyjafjallajökul sem bíða þess að vera klifin. Vestmannaeyjar og Snæfellsjökull og Skjaldbreið blöstu við.
Toppaði sjálfan mig um helgina. Gekk með félögunum tveim á Vífilfell á laugardagsmorgni í sól og blíðu. Björgunarsveitaræfing með þyrlum allt í kring svo við töldum okkur óhætt í svaðilfarir. Ótrúlegt hvað þrekið hefur vaxið á skömmum tíma. Útsýni til allra átta. Sáum Tindfjöll, Heklu og Eyjafjallajökul sem bíða þess að vera klifin. Vestmannaeyjar og Snæfellsjökull og Skjaldbreið blöstu við.Eftir hádegi reið ég svo í kringum Elliðavatn og hafði fjallið fyrir augum nánast allan tímann. Á sunnudegi var svo annar reiðtúr með syninum í kringum vatnið og þessari einmuna blíðu.
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli