17. mars 2008

Vífilfell

Toppaði sjálfan mig um helgina. Gekk með félögunum tveim á Vífilfell á laugardagsmorgni í sól og blíðu. Björgunarsveitaræfing með þyrlum allt í kring svo við töldum okkur óhætt í svaðilfarir. Ótrúlegt hvað þrekið hefur vaxið á skömmum tíma. Útsýni til allra átta. Sáum Tindfjöll, Heklu og Eyjafjallajökul sem bíða þess að vera klifin. Vestmannaeyjar og Snæfellsjökull og Skjaldbreið blöstu við.
Eftir hádegi reið ég svo í kringum Elliðavatn og hafði fjallið fyrir augum nánast allan tímann. Á sunnudegi var svo annar reiðtúr með syninum í kringum vatnið og þessari einmuna blíðu.

Engin ummæli: