
Fór um helgina, bæði á laugardagseftirmiðdag og sunnudag hring um Elliðavatn. Fyrri daginn í á Hófi og á sunnudaginn fór ég á Flygli. Seinni daginn kom Hólmgeir minn með okkur á Hófi og skildi gamla manninn eftir, svo greitt reið hann í góða veðrinu. Við komum við á Heimsenda og fegnum okkur Löwenbrau. Það er annars undursamlegt að hafa möguleika á þessari útvist og samverustundum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli