6. mars 2008

Hestaferð sumarsins

Þá er sumarleyfið að taka á sig mynd. Hestaferð um Suður Þingeyjarsýslu. Lagt af stað frá Laufási og riðið inn Fnjóskadal og þaðan yfir í Bárðardal, yfir Skjálfandafljót og upp að Svartárkoti og í Suðurárbotna.
Þaðan haldið norður að Mývatni og riðið um heiðar í kringum vatnið. Loks haldið norður Arnfríðarstaðaveg (gullveginn) að Hriflu og i Fellsskóg. Um Aðaldal og út á Sandana við Skjálfanda og loks aftur að Laufási.



Til samanburðar er hér kort af ferðinni í fyrra í Norður Þingeyjarsýslu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Ærir!

Ég er að semja auglýsingu fyrir graðhestinn okkar, Marvin frá Hafsteinsstöðum. Til að finna myndir og fleiri upplýsingar um hann fór ég á Google og fann ykkur Hálfmána. Hvernig fór tamninginn?:) Áttu myndir af honom sem við gætum fengið að nota i auglýsinguna sem fer á "islandshingstar.se"? Við erum sjálf með Marvinsdóttir frá Baldvin Ara á Efri-Rauðalæk. Sú er lítil, spræk, ákveðin og mjög efnileg. Virkilega skemtileg hryssa. Marvin sjálfur er konungur hesthúsins og frábær reiðhestur. Áætlunin er að mæta í nokkur mót mer hann í vor og sumar.

Með fyrirfram þökk,

Ása Sif Gunnarsdóttir og Max Olausson, asa@hastlif.se