
Sjáið tindinn þarna fór ég.  Þrælaðist upp á Skarðshyrnu og Heiðarhorn á laugardaginn í blíðskaparveðri í góðum félagsskap.  Var 4,5 klst upp og 2 klst niður.  Á Skarðshyrnu var komið í 964 m hæð, 4,3 km að baki og upp á Heiðarhorn í 1.083 m hæð og niður kominn höfðu ca 12,54 km verið gengnir og hækkun og lækkun upp á 920 m. Í heild tók gangan 6 klst og 41 mín. Þar af var fólk á hreyfingu í 3 klst og 54 mín og meðalgönguhraði 3.2 km/klst. 

Heiðarhorn séð af Skarðshyrnu á laugardaginn. 

Heiðarhorn hæsti tindurinn og Skarðshyrna sá næst hæsti í kvöldsólinni að aflokinni göngu.
 
2 ummæli:
Ja hvur andsk....
Garpur ertu og sólarmegin á fjöllum.
Þetta hefur verið frábært !!!
Hvetur fleiri til að reima á sig gönguskóna.
Stjáni
Er það ekki að verða tímabært. En vantar í hópinn!!
ra
Skrifa ummæli