10. mars 2008

Jómfrúarganga

Það er að verða reglubundinn en þó ekki ófrávíkjanleg hefð að fara í jómfrúargöngu snemma á laugardagsmorgnum. Hitta félaga í Heiðmörk og arka þar dágóðan hring og vinna upp matarlyst. Fara svo í lopapeysum og gönguskóm á Jómfrúna í Lækjargötu og fá sér einn öl og smörrebröd og kryfja helstu vandmál líðandi stundar til innsta mergjar. Gestir velkomnir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rain or shine? Og klukkan hvað er af stað farið? kf

ærir sagði...

kosturinn við að fara í skóginn að þar er alltaf gott veður og þangað er gott að fara þegar veður gefst ekki til annars. Læt þilskipaskrásetjarann hringja í þig næst þegar við blásum til brottferðar. Við skógfræðingurinn erum að hugsa um Helgafell um næstu helgi. Annars er allt ákveðið á síðustu stundu.
ra