Vaknaði með harðsperrur eftir langan reiðtúr í gær. Dreif mig í útivistargallann því von var á fjallageitinni skógfræðingnum í okkar hefbundnu laugardagsmorgunæfingu. Nú var haldið á Esju. Veður var dumbungslegt og þoka huldi efri helming fjallsins. Við héldum upp hlíðarnar í ágætu veðri þó. En við 4. áfanga fór að hvessa hressilega og skafrenningur var mikill og jókst þegar ofar kom. Upp við stein var fjúk og áttum við í basli með að fóta okkur í hálku. Ekkert sá ég með gleraugum sem söfnuðu fönn. Skil ekki af hverju ekki er farið að framleiða gleraugu með hita. Vildi ekki betur til en að í einni hviðunni gekk haglél í andlitið og augun urðu að svipstundu blóðhlaupinn þannig að fjallsins tröll hörfuðu undan augnráðinu. En upp að steinu paufuðumst við saman og fögnuðum góðum árangri. Hlaupið var við fót á niðurleið á milli þess sem við hálfskriðum í rokinu á svellbungum.
Að venju var svo farið á Jómfrúna og afrekið vegsamað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Öfund og aðdáun togast á innra með mér við þessa lesningu. Meðan þið skokkuðuð upp Esjuhlíðar var ég hálf þunnur í morgunmat á Melrakkasléttu. Hefði samt ekki viljað skipta.
Kv.
Stjáni
heyrðu gamli refur.
hvað varstu að gera þar. var/voru það veiga(rnar) sem drógu þig norður yfir heiðar?
Annars er ég svo vel kunnugur á sléttunni eftir hestaferðina sl. sumar þar um slóðir að ég er forvitin að vita á hvaða bæ þú varst þar. sjálfur gisti ég á oddstöðum og harðbak. frábær staður melrakkaslétta.
ra!
Gamli garpur.
Magga Rögnvalds á Harðbakka bauð til gestaboðs að hætti Babettu. Vorum 7 í konunglegu yfirlæti. Sléttan kom mér á óvart. Mun fallegri en ég hafði gert mér í hugarlund en næðingurinn var í samræmi við mína fordóma.
Stjáni
Skrifa ummæli