Gengum á laugardag á Snæfellsjökul. Þurfti úr rekkju fyrir allar aldir til að keyra vestur á nes þar sem jökullinn beið okkar vaðandi í skýjum. Ágætis gluggaveður. Sól og bjart allt í kring en hvassviðri. Við vorum því undirbúnir undir skafrenningin á jöklinum. Eða það héldum við. Við gátum keyrt upp að Sönghelli sem er í 300 m hæð og þar var bílum lagt og í við klæddum okkur upp í strekkings vindi. Gengum þaðan í einni lotu að jökulbrún þar sem við áðum og fengum okkur drekka og nærðumst aðeins. Var þetta eiginlega eina stoppið og hvíldin sem við fengum allan daginn. Fengum smá stopp í 1150 m.h.y.s en það var stutt því skafrenningurinn var svo mikill að lítið var hægt að aðhafast annað en að fylgja sporum næsta manns. Sá varla út úr augum og kælingin orðin mikil. Þannig fraus í vatnsflöskum sem ég hafði utan á bakpokanum en sem betur fer hafði ég meiri vökva í pokanum sjálfum.
Á leiðinn var barist við kalbletti í andliti. Þegar ég var komin í um 1300 m hæð og átti eftir ca 150 m upp á topp stoppaði einn leiðsögumaðurinn mig og benti á að nefið á mér væri frosið og hvítt og spurði hvor mér væri ekki kallt en ég var löngu hættur að finna fyrir því. Það sem meira var að ég sá heldur ekkert með öðru auganu nema þoku. Varð úr að ég klæddi mig betur. Hafið haft bankaræningja lambhússettu meðferðis og við það eitt að fara úr vetlingum og klæða mig í hana króknaði ég á fingrum. Þetta var að verða hin mesta svaðilför. Að lokum héldum við áfram upp á tindinn og fögnuðum áfanganum með því að snerta hann og snúa strax til baka niður af fjallinu. Fjallið er rúmir 1430 m að hæð. Útsýni var ekkert og veður heldur að herða. Gengum við í halarófu niður aftur og var ekki fyrr en neðarlega á jöklinum að við fórum að sjá aftur til sólar og fallegt útsýni yfir Faxaflóann, Arnarstapa og inn eftir Snæfellsnesi. Þegar niður var komið og ég dreif mig úr jakkanum þá sá ég að svitinn sem hafði þéttst innan á var frosin og þar hengu grýlukerti í handarkrikunum, slíkt var frostið og vindkælingin. Mér var hinsvegar ekki kallt enda er lopapeysan mín orðin vel þæfð af þessu volki. Ferðafélgi minn var hinsvegar lengi að blása lífi í tærnar á sér sem mátti sennilega brjóta af án þess að hann findi mikið fyrir því.
Ferðin tók okkur tæpar 6 klst fram og til baka og þykir það nokkuð gott og vorum við komnir heim aftur kl 19 eða tólf tímum eftir að við lögðum af stað um morguninn.
31. mars 2008
26. mars 2008
Nýstárleg matseld
Var með matarboð í gærkveldi. Þriðjudagsfiskinn að venju, nú með spænsku yfirbragði. Undarlegt bragð þetta yfirbragð.
Næsta verkefni er að þýða matseðilinn yfir á spænsku.
Réttur eitt:
Niðurskorin gul paprikka.
Réttur tvö:
Soðin fiskur með premier kartöflum og smjörva eftir smekk.
Réttur þrjú:
Fjórar tegundir af spænskum ostum.
Næsta verkefni er að þýða matseðilinn yfir á spænsku.
24. mars 2008
Viðburðarríkir páskar
Þetta frí hefur heldur betur heppnast vel og margt á daga mína drifið. Í morgun var farið snemma af stað að ná í fleiri hesta. Ekki veitir af þegar þeim fjölgar sem vilja koma í útreiðarnar. Fór ásamt Finni vini mínum og Hólmgeiri austur að Kaldbak og náðum þar í Glóa, Hálfmána og Skuld. Gekk það vonum framar. Strax tókst að handasama Glóa og Skuld en að vanda gaf Máni sig ekki. Í stað þess að fara í eltingarleik um hagana rákum við þá inn í gerði þar sem hann stóð svo "ljúfur sem lamb" og gekk á kerru án nokkurra vandkvæða. Glói hefur hestakerrufóbíu og vildi alls ekki um borð en lét undan þrýstingi frá Finni og Hólmgeiri, sem reyndar var orðin ansi mikill. Hann prjónaði síðan og stökk um borð. Mikið sem þetta er nú fallegur hestur. Hreint alveg ótrúlegur. Ekki ekki er hún Skuld mín minna fyrir augað. Heim kominn fór ég svo einn Rauðhólahring á Hófi í fylgd með Finni og Fanneyju og leið þessi dagur að kveldi í sátt við lífið og tilveruna.
23. mars 2008
Páskadagur
Frábært að vakna og bíða þess að hitta sína nánustu í hestamennsku. Nú varð önnur æfing í gerðinu. Ylfa og Hólmgeir tóku klárana til kostana og fóru þegar búið var að hita þá vel upp fóru á skeiðvöllinn og sprettu þar úr spori. Ég fylgdist með af aðdáun og Hjörtur bakaði vöfflur í hesthúsinu, sem biðu okkar rjúkandi þegar við komum inn úr kuldanu. Um kvöldið var mér svo boðið í páskamat.
22. mars 2008
Puðdagur - þá var paufast í Esju
Vaknaði með harðsperrur eftir langan reiðtúr í gær. Dreif mig í útivistargallann því von var á fjallageitinni skógfræðingnum í okkar hefbundnu laugardagsmorgunæfingu. Nú var haldið á Esju. Veður var dumbungslegt og þoka huldi efri helming fjallsins. Við héldum upp hlíðarnar í ágætu veðri þó. En við 4. áfanga fór að hvessa hressilega og skafrenningur var mikill og jókst þegar ofar kom. Upp við stein var fjúk og áttum við í basli með að fóta okkur í hálku. Ekkert sá ég með gleraugum sem söfnuðu fönn. Skil ekki af hverju ekki er farið að framleiða gleraugu með hita. Vildi ekki betur til en að í einni hviðunni gekk haglél í andlitið og augun urðu að svipstundu blóðhlaupinn þannig að fjallsins tröll hörfuðu undan augnráðinu. En upp að steinu paufuðumst við saman og fögnuðum góðum árangri. Hlaupið var við fót á niðurleið á milli þess sem við hálfskriðum í rokinu á svellbungum.
Að venju var svo farið á Jómfrúna og afrekið vegsamað.
Að venju var svo farið á Jómfrúna og afrekið vegsamað.
21. mars 2008
Langferð á föstudaginn langa
Í dag var einmuna blíða og um hádegisbil þegar sól var hæst á lofti var haldið til útreiða og með nesti. Í stórum hópi góðra hesthúsvina héldum við, ég og sonurinn út í náttúruna. Hann á Hófi sínum og ég á Flygli. Riðið var upp að Elliðavatni og þaðan inn í Heiðmörk og Hjallabrautinni fylgt að Gjáarétt. Gerðum við tvívegis stutt stans á leiðinni til að láta hestana pústa. Flestir voru með fleiri en einn til reiðar en við feðgar einhesta, enda okkar klárar að komast í ágætt form eftir æfingar undanfarinna vikna. Áð var í Gjáarétt, hestum sleppt í girðingu og nestinu gerð góð skil í vorblíðunni og ekkert bólaði á páskahreti. Þaðan var haldið um Vífilstaðahlíð að Vífilstaðavatni upp að Heimsenda og svo heim. Ferðin tók 4,5 klst og vegalengdin uþb hálft maraþon. Frábært að eiga slík útivistarsvæði.
20. mars 2008
Innvígsla í fjölskylduna
Ég var búinn að hlakka lengi til Skírdags því þá ætlaði fjölskyldan að sameinast í hestamennsku. Tími var kominn að nýjasti meðlimurinn yrði vígður í þennan heim hestamennskunar sem hefur farið að skipta mig miklu máli hin síðari ár. Strákarnir komu báðir og loks hún Ylfa. Það kom í hlutskipti Hólmgeirs að leggja á Flygil í fyrsta sinn og Ylfa fékk gæðinginn minn hann Hóf. Síðan var farið í gerðið en þar byrja allir sem vilja koma með mér á hestbak. Við Hjörtur Már fylgdumst með og höfðum hlýjan bílinn til að sitja í. Þetta gekk vel. Hestar og knapar í góðu skapi þrátt fyrir vindstrekking. Greinilegt var að Ylfa hefur verið í hestamennsku áður þó nokkur ár séu liðin frá því að hún lét á það reyna síðast. Ég hélt mér því til hlés með leiðbeiningar en þær óþarfar þegar Hólmgeir var líka annars vegar sem leiddi liðkunaræfingar af mikilli líst. Af því loknu fengum við okkur kaffi í hesthúsinu og fögnuðum því að vera komin í páskafrí.
19. mars 2008
18. mars 2008
17. mars 2008
Vífilfell
Toppaði sjálfan mig um helgina. Gekk með félögunum tveim á Vífilfell á laugardagsmorgni í sól og blíðu. Björgunarsveitaræfing með þyrlum allt í kring svo við töldum okkur óhætt í svaðilfarir. Ótrúlegt hvað þrekið hefur vaxið á skömmum tíma. Útsýni til allra átta. Sáum Tindfjöll, Heklu og Eyjafjallajökul sem bíða þess að vera klifin. Vestmannaeyjar og Snæfellsjökull og Skjaldbreið blöstu við.
Eftir hádegi reið ég svo í kringum Elliðavatn og hafði fjallið fyrir augum nánast allan tímann. Á sunnudegi var svo annar reiðtúr með syninum í kringum vatnið og þessari einmuna blíðu.
Eftir hádegi reið ég svo í kringum Elliðavatn og hafði fjallið fyrir augum nánast allan tímann. Á sunnudegi var svo annar reiðtúr með syninum í kringum vatnið og þessari einmuna blíðu.
13. mars 2008
Bakþankar
BAKÞANKAR
Ólafs Sindra
Ólafssonar
(Fréttablaðið 13. mars 2008)
Madama Tobba skrifaði leiðarvísi um ástamál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt. Stúlka, sem vill verða að einhverju, tryggir sér góða fyrirvinnu og giftist. Síðan rembist hún við að vera „heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn“. Allt í trausti þess og fullvissu um að á „fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maðurinn er ræðarinn“.
Ljótasti löstur ungra kvenna er lauslætið: „Lauslæti – í hvaða mynd sem er – er illgresi í blómagarði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð.“ Lauslæti ræðst gegn sjálfu manneðlinu, helgi sjálfsvirðingarinnar og ástinni: „Ástin er fegursta og göfugasta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er að segja um ástina.“
Það sem meira er, lauslæti er leikur að hjörtum: „Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. — Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri.“
SÍÐAN 1922 hefur margt breyst. Madama Tobba er orðin femínisti og hefur uppgötvað á sér snípinn. Henni er fullsæmandi að draga ölvaða menn heim í bólið (með þeim eindregna ásetningi að henda þeim frá sér aftur notuðum að
morgni), þar má hún gamna sér með þeim næturlangt útkámuð í sleipiefni með titrandi rafmagnskúlur í óæðri endanum. Verði hún ólétt lætur hún tortíma fóstrinu. Hún er frjáls. Femínisminn hefur frelsað hana undan forneskjulegum álögum. Hengi elskandinn sig í ástarsorg, er það hans vandi en ekki hennar.
EN hvarfli að henni að svo mikið sem depla auga í átt að kynfærum
manns fyrir þóknun kastar hún af sér nútímahempunni og stendur keik á peysufötunum fyrir framan spegilinn, otandi að spegilmynd sinni beinaberum fingri og tautandi í áminningartón eitthvað um ljóta bletti á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar.
Ólafs Sindra
Ólafssonar
(Fréttablaðið 13. mars 2008)
Madama Tobba skrifaði leiðarvísi um ástamál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt. Stúlka, sem vill verða að einhverju, tryggir sér góða fyrirvinnu og giftist. Síðan rembist hún við að vera „heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn“. Allt í trausti þess og fullvissu um að á „fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maðurinn er ræðarinn“.
Ljótasti löstur ungra kvenna er lauslætið: „Lauslæti – í hvaða mynd sem er – er illgresi í blómagarði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð.“ Lauslæti ræðst gegn sjálfu manneðlinu, helgi sjálfsvirðingarinnar og ástinni: „Ástin er fegursta og göfugasta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er að segja um ástina.“
Það sem meira er, lauslæti er leikur að hjörtum: „Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það í hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa. — Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri.“
SÍÐAN 1922 hefur margt breyst. Madama Tobba er orðin femínisti og hefur uppgötvað á sér snípinn. Henni er fullsæmandi að draga ölvaða menn heim í bólið (með þeim eindregna ásetningi að henda þeim frá sér aftur notuðum að
morgni), þar má hún gamna sér með þeim næturlangt útkámuð í sleipiefni með titrandi rafmagnskúlur í óæðri endanum. Verði hún ólétt lætur hún tortíma fóstrinu. Hún er frjáls. Femínisminn hefur frelsað hana undan forneskjulegum álögum. Hengi elskandinn sig í ástarsorg, er það hans vandi en ekki hennar.
EN hvarfli að henni að svo mikið sem depla auga í átt að kynfærum
manns fyrir þóknun kastar hún af sér nútímahempunni og stendur keik á peysufötunum fyrir framan spegilinn, otandi að spegilmynd sinni beinaberum fingri og tautandi í áminningartón eitthvað um ljóta bletti á skrautblómunum í ilmgarði ástarinnar.
10. mars 2008
Elliðavatnshringurinn
Fór um helgina, bæði á laugardagseftirmiðdag og sunnudag hring um Elliðavatn. Fyrri daginn í á Hófi og á sunnudaginn fór ég á Flygli. Seinni daginn kom Hólmgeir minn með okkur á Hófi og skildi gamla manninn eftir, svo greitt reið hann í góða veðrinu. Við komum við á Heimsenda og fegnum okkur Löwenbrau. Það er annars undursamlegt að hafa möguleika á þessari útvist og samverustundum.
Jómfrúarganga
Það er að verða reglubundinn en þó ekki ófrávíkjanleg hefð að fara í jómfrúargöngu snemma á laugardagsmorgnum. Hitta félaga í Heiðmörk og arka þar dágóðan hring og vinna upp matarlyst. Fara svo í lopapeysum og gönguskóm á Jómfrúna í Lækjargötu og fá sér einn öl og smörrebröd og kryfja helstu vandmál líðandi stundar til innsta mergjar. Gestir velkomnir.
Þegar himnarnir hrynja
Mikilvægur lærdómur er af því að læra að ljúka deilumálum. Að hjakka í sama farinu með óleysta komplexa og búast alltaf við þvi versta af náunganum er hörmungarhyggja. Það er t.d. hörmungarhyggja að bíða eftir að næsti lofsteinn hitti mann í hausinn. Af því tilefni er hér mynd sem sýnir 160 árekstrargíga eða ummerki eftir fyrirbæri utan úr geimnum. Ég er fylgjandi því að ná lokum í viðkvæmum málum jafnvel þó það sé erfitt að ganga í gegnum það ferli. Ég styð umræðupólítík og þó fólk sé á öndverðum meiði þarf það ekki að vera andstæðingar.
(pistill þessi er tileinkaður sáttasemjara og stjörnuspekingi).
(pistill þessi er tileinkaður sáttasemjara og stjörnuspekingi).
6. mars 2008
Hestaferð sumarsins
Þá er sumarleyfið að taka á sig mynd. Hestaferð um Suður Þingeyjarsýslu. Lagt af stað frá Laufási og riðið inn Fnjóskadal og þaðan yfir í Bárðardal, yfir Skjálfandafljót og upp að Svartárkoti og í Suðurárbotna.
Þaðan haldið norður að Mývatni og riðið um heiðar í kringum vatnið. Loks haldið norður Arnfríðarstaðaveg (gullveginn) að Hriflu og i Fellsskóg. Um Aðaldal og út á Sandana við Skjálfanda og loks aftur að Laufási.
Til samanburðar er hér kort af ferðinni í fyrra í Norður Þingeyjarsýslu.
Þaðan haldið norður að Mývatni og riðið um heiðar í kringum vatnið. Loks haldið norður Arnfríðarstaðaveg (gullveginn) að Hriflu og i Fellsskóg. Um Aðaldal og út á Sandana við Skjálfanda og loks aftur að Laufási.
Til samanburðar er hér kort af ferðinni í fyrra í Norður Þingeyjarsýslu.
Á rauðum sokkum
Gengum upp á Esju í gærkveldi. Vorum 4 klst upp á topp og niður aftur. 770m og hækkun um 760. Vegalengd 7,5 km. Það er að segja annar helmingurinn fór alla leið, en ég stoppaði í miðju klettabeltinu og lagði árar í bát. Fannst nóg komið af glæfraför. Ekki vantaði þó mikið upp á að ég næði toppi. Talsverð fönn og hálka og svaðilfarir á köflum.
5. mars 2008
Fleiri myndir af Skarðsheiði
Á uppleið í fallegu veðri. Myndir frá Hildi.
Snjóalög í hæstu hlíðum Heiðarhorns
Horft af Heiðarhorni niður á Skessuhorn! vEtrarfjallamennska eins og hún gerist skemmtilegust.
Útsýni til allra átta - um landið þvert og endilangt.
Snjóalög í hæstu hlíðum Heiðarhorns
Horft af Heiðarhorni niður á Skessuhorn! vEtrarfjallamennska eins og hún gerist skemmtilegust.
Útsýni til allra átta - um landið þvert og endilangt.
3. mars 2008
Skarðsheiði
Sjáið tindinn þarna fór ég. Þrælaðist upp á Skarðshyrnu og Heiðarhorn á laugardaginn í blíðskaparveðri í góðum félagsskap. Var 4,5 klst upp og 2 klst niður. Á Skarðshyrnu var komið í 964 m hæð, 4,3 km að baki og upp á Heiðarhorn í 1.083 m hæð og niður kominn höfðu ca 12,54 km verið gengnir og hækkun og lækkun upp á 920 m. Í heild tók gangan 6 klst og 41 mín. Þar af var fólk á hreyfingu í 3 klst og 54 mín og meðalgönguhraði 3.2 km/klst.
Heiðarhorn séð af Skarðshyrnu á laugardaginn.
Heiðarhorn hæsti tindurinn og Skarðshyrna sá næst hæsti í kvöldsólinni að aflokinni göngu.
Heiðarhorn séð af Skarðshyrnu á laugardaginn.
Heiðarhorn hæsti tindurinn og Skarðshyrna sá næst hæsti í kvöldsólinni að aflokinni göngu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)