5. júní 2007
Ljótur leikur
Á sunnudagskvöldið slepptum við einum ungfola í graðhestagirðingu. Þar tóku við honum heimaríkir hestar. Athyglisvert var að fylgjast með atgangi og hegðun dýranna. Greinilegt var að eldri hestarnir vildu prófa sig við þann nýja. Æðsti graðhesturinn fór fremstur í flokki og hafði sér til liðsinnis þrjá ungfola. Stilltu þeir ungu sér upp sitthvoru megin við þann nýkomna og sá þriðji fyrir þvert fyrir framan. Kom svo æðsti foli með stökk upp á þann nýja að aftan og sýndi sína tilburði. Niðurlægin þess nýkomna var fullkomin og algjör við þessarar aðfarir. Það er margt skrýtið í náttúrinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli