6. júní 2007

Afmæliskvæði

Rúnar sáli sæll í anda,
siglir niður tímans fljót.
Árin fertug fjörug blanda,
færðu gleði kappa í mót.

Í vöðlum öslar veiðir fiska
vígamóður grípur bráð.
Fugla eltir útí buska,
oft þar drýgir hetjudáð.

Verkir marga vilja buga
vinna þín er mikið streð.
Sálir fangar sefar huga
svona bæta má nú geð.

Knattleik æfir kappinn eini,
kætist fyrir utan völl.
Bullur ei því lengur leyni
látum hljóma okkar köll.

Hrópum ferfallt húrra; - Rúnar!
hefjum okkar raust í lundi.
Bésex stúlkur býsna lúnar,
bíða eftir næsta fundi.

Engin ummæli: