8. júní 2007

Hitasótt hrossa

Hestamennska tekur á sig ýmsar myndir. Í gær veiktust margir hestar í hesthúsinu okkar, þar af báðir hestarnir mínir Hófur og Skuld. Líka Glói og Flygill og margir aðrir hestar. Hengdu haus, átu ekki og mældust með 39-40 stiga hita. Sem betur fer ekki önnur merki um hrossasótt. Sennilega bráðsmitandi hitasótt. Flauta varð af hestaferðir um helgina. Athyglisvert að mæla hesta með rassmæli. Meðferð sem ráðlögð var einföld: AB-mjólk með púðursykri. Þeir hresstust mikið við það, en við fylgdumst með þeim fram eftir nóttu og hitinn virtist vera að koma niður eins hratt og hann reis.

Engin ummæli: