8. júní 2007
Hitasótt hrossa
Hestamennska tekur á sig ýmsar myndir. Í gær veiktust margir hestar í hesthúsinu okkar, þar af báðir hestarnir mínir Hófur og Skuld. Líka Glói og Flygill og margir aðrir hestar. Hengdu haus, átu ekki og mældust með 39-40 stiga hita. Sem betur fer ekki önnur merki um hrossasótt. Sennilega bráðsmitandi hitasótt. Flauta varð af hestaferðir um helgina. Athyglisvert að mæla hesta með rassmæli. Meðferð sem ráðlögð var einföld: AB-mjólk með púðursykri. Þeir hresstust mikið við það, en við fylgdumst með þeim fram eftir nóttu og hitinn virtist vera að koma niður eins hratt og hann reis.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli