20. júní 2006

Yllis berjasaft

Margt vex í garði æris. Stikkilsber hefur hann notað í sultu- og maukgerð. Rifs og sólber í hlaup á haustin. Nú vaxa þar líka svartir túlipanar og með öðrum litbrigðum.

Þar vex líka yllir einn stór. Rakst á uppskrift að svalandi yllisdrykk og þar sem ærir hefur fengið ákúrur fyrir snobb í víni og bent á, af Snúði, á berjasaft til betra lífernis í póstinum hér að undan. Hann ákvað því að skrá niður bruggaðferðina til síðari nota í sumar þegar yllirinn fer að blómstra.

Yllis drykkur:
20 vænir klasar yllisblóm
2 kg sykur
2 stk sítróna eða lime
50 g sítrónusýra
bensóat
2 lítrar sjóðandi vatn

Aðferð:
Raspið sítrónu/lime (eða skerið í sneiðar) og prssið úr henni safann. Yllisblóm, sykurinn, sítrónusýran og sítrónuraspið/sneiðarnar eru sett í stóran pott. Setjið sítrónusafann og sjóðani vatn saman við. Hræið vel. Haldið við suðu (ekki sjóða) og hrærið annað slagið, þar til sykurinn er uppleystur. Notið bensoatið skv. leiðbeiningum framleiðanda. Setjið á kaldann stað í 2 sólarhringa en hrærið annað slagði. Sigtið síðan á flöskur og lokið vandlega. Geymist á svölum stað.

Þetta er þykkni sem blandað er útí vatn eftir smekk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hef ég smakkað. Í Danmörku skilst mér að sumir hafi fyrir sið að drekka þetta á jónsmessunótt. En ég myndi nú ekki búa til svona mikið magn, því þetta er ansi sætt og verður ansi mikið þegar upp er staðið.

ærir sagði...

er ekki jónsmessan um næstu helgi? takk fyrir aðvörunina. þá er bara að fara í snobbdrykkina aftur, - eða hvað?