Fékk þessa tillögu um afþreyingu í fríinu senda í gær:
Beisla þína hrossa hjörð
og hafðu með þér fagra snót.
Skelltu þér í Skagafjörð
á skæslegt meramannamót.
Kkv/MÓla
og því var svarað svona:
Einn að gaufa ekkert veit,
allar snótir flúnar.
Engin þeirra á mig leit,
allar meydóm rúnar.
Sjálfsálitið sokkið er
sýnist flestum trylltur.
Engar snótir eru hér
ekkert er ég hylltur.
Eftir aðeins eitt er nú
annað hvorutveggja.
Með mönnum leggjast í moldarbú,
og merarhrossum hneggja.
1 ummæli:
afsakið orðbragðið.
Skrifa ummæli