17. júní 2006

Sáffóarlag og kviðuháttur

Saffískur háttur er kenndur við grísku skáldkonuna Sappho frá Lesbos (600 f.kr.). Hana má kalla móður lýrisks skáldskapar í vestrænni menningu. Hvert erindi er 4 braglínur, þrjár hafa 11 atkvæði en sú síðasta fimm. Hóras (65 f.kr.) hafði braghvíld eftir fimmta atkvæði í löngum línum.

Íslensk skáld styttu línur háttarins og skiptu þeim þar sem braghvíldin hefði annars orðið og settu rím í staðinn.

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástar-augu
ungur réð ég festa,
blómmóðir besta.

Nú ætlar Ærir að fara að spreyta sig á saffóarlagi en einnig kviðuhætti, sem er afbrigði fornyrðislags, nema með strangari reglum um atkvæðafjölda í línu. Fáir hafa glímt við hann síðan Egill forfaðir minn Skallagrímsson var upp og orti Sonatorrek. Hátturinn hefur átt erfitt uppdráttar á seinni öldum. Kannski drýpur Ærir í duftið líka.

Einkenni kviðuháttar er 3 atkvæði í stökum línum (1,3,5,7) og 4 atkvæði í jöfnum línum (hið fæsta) (2,4,6,8). Ekkert rím er í vísunum og hver vísa er 8 línur. Stuðlar eru ýmist einn eða tveir á móti höfuðstaf.

Púff, púff og meira púff.


Ærir hyggst leggjast í víking til að takast á við þetta verkefni.

Skrifað 17. júní 2006 í engra votta viðurvist.

3 ummæli:

ærir sagði...

Dæmi um kviðuhátt er Sonatorrek eins og áður sagði en dæmi um Fornyrðislag er að finna í Völuspá:

Gól með ásum
Gullinkambi,
sá vekur hölda
að Herjaföðurs;
en annar gelur
fyr jörð neðan
sótrauður hani
að sölum Heljar.

Fríða sagði...

Sem sagt vanur að skrifa blogg annars í votta viðurvist?

ærir sagði...

er það ekki vissara, annars veit maður ekki hvaða sögur fara á kreik!