Hann hrökk skyndilega við. Vaknaði úr hugarástandi sem var farið að verða alltof algengt síðari hluta nætur. Hnífaparið lá enn á borðinu óhreyft. Það var dagrenning. Barstúlkan kom aftur og benti á ósnertan matinn og bandaði með höndunum. Hann áttaði sig á hvað hún vildi en yppti öxlum. Tónlistin ruglaði hann. Safi, safi, - safiatou, ómaði kunnuglega. Ljóð Mamadou Sissko, hann gat ekki fylgt vestur-afríska tungumálinu eða var það franska núna. En hann söng ekki sjálfur. Santana og Angélique Kidjo smullu saman í þessu gamla Herbie Hancock lagi. Hann rifjaði upp hvernig takturinn hríslaðist um taugar hans. Þetta er næturlag. Lag til að gleyma en lifa samt við frumleika. Láta aðrar kenndir ná tökum á sér. Það hafði það svo sannarleg gert. Oft. Hann notaði það alltaf.
Úti fjölgaði bláum ljósum, blikkandi, þannig að dagskíman hvarf og skuggar af stólunum í kring urðu annarlegir. Voru þeir búnir að finna hann. Hafði glæpurinn komist upp? Hann greip í barstúlkuna. Hrifsaði til sín annan hnífinn og hún vísaði honum þegjandi og hljóðalaust á bakdyrnar, sem lágu út í skúmaskot og öngstræti borgarinnar.
Að baki hans hljómaði safí, safí, - safíatou. Safíatou.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Heiðin fer nú að fá sína eigin síðu hvað á hverju
Skrifa ummæli