18. júní 2006

Oenofil

Ærir skipuleggur skipulagt undanhald undan dyggðugu líferni sl. tvo mánuði. Því er rétt að rifja upp vínfræðin. Hann ætlar ekki bara að falla fyrir kaffi....

Um vín eitt og sér segir.

Þurrt ferskt Sancerre (Sauvignon Blanc) eða Chablis. Það er yndislegur drykkur og líka sem lystauki fyrir mat (til er líka ágætt Sauvignon Blanc frá Nýja Sjálandi). Ærir tekur vín búin til úr Sauvignon Blanc þrúgunni fram yfir Chardonnay.

Á fallegu sumarkvöldi er fátt meira freistandi en Riesling með sítrónukeim og sætu eftirbragði, frá Rheingau í Þýskalandi. Ég hef oft keypt Riesling frá Elsass og líkað vel. Elsass vín úr Pinot Blanc eru margra eftirlæti.

Ef sitja á lengi og láta eitt eða tvö glös nægja er hægt að snúa sér að ítölsku vínunum. Þau eru með miklum sýrukeim og ferskleika svo þú drekkur þau ekki eins og saft.

Ef skapið er rétt og þig langar í eitthvað mikið með góðri fyllingu, bregst Rioja aldrei. Nota líka Chianti.

Og ef tækifæri býðst þá er um að gera að opna eina Búrgúndar-vín af betri sortinni.


Eða eins og Jónas myndi orða það:
Látum því, vinir, vínið andann hressa,...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vínófíl er Ærir orðinn
sífellt eykst því orðaforðinn.
Rómönsk tunga franskan er,
en latínan af öllum ber.

Snobbar fyrir fínum vínum.
Útlensk gerir orð að sínum.
Berjasafinn skemmdur er
og ærir taugafrumuher.

Nafnlaus sagði...

Nei, þetta átti ekki að fara undir Anonymous heldur Snúður.

ærir sagði...

Nú hefur þú glatt Æri, - kæri Snúður. Takk.

Skál.

Nafnlaus sagði...

Njóttu vel Ærir kær.