20. júní 2006

8 og hálfur kíló meter

Hef verið að gaufa við 4,5 - 5,5 km undanfarið en ákvað í dag að taka mig tak og rauk í 8,5 km. Reyndar í tveim áföngum. Fór síðan í gufu og afslöppun fyrir framan arineldin. Þar sem rauður loginn brann og snarkaði í varð mér hugsað til nokkurs sem ég rakst á í dag. Ég var einn í salnum og valdi mér leisibojstól í horninu lengst frá hurðinni, en þó þannig að ég heyrði niðinn frá veggfossinum frammi. Þegar ég var búinn að slaka á í góða stund hrökk ég upp við hrotur. Í þetta sinn hafði maðurinn í þar, þar, þar næsta stól ákveðið að breyta til og hagræða sér í næsta stól. Þar var hann nú steinsofnaður. Ég leit í kringum mig og sá að allir hinir stólarnir voru tómir. Já, - félagslyndið getur tekið á sig ólíklegustu myndir.

Lífið er langhlaup.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, þetta líkar mér! þú ættir nú að fara að hlaupa utan dyra, það er margfalt skemmtilegra og meira gefandi ;)

ærir sagði...

næsta skref, næsta skref, næstu skref .../:-)