28. júní 2006

Gott veður

Mætti ég biðja um áframhaldandi gott veður.

Byrjaði á að fara í sprikl í morgun. Var óvenju þungur á bárunni í morgun en dreif mig af stað. Veit ekki alveg hvers vegna. Lagði harðar að mér í spriklinu. Bætti hraðann en fór ekkert lengra en áður. Hlýtur að vera ágætt að taka svona sprett. Hef meira lagt upp úr því undanfarið að komast lengra, en sem sagt í morgun var hraðinn aðalatriðið. Hjartslátturinn var hraðari. Er aumur í skrokknum eftir átök síðustu helgi og síðdegis í gær. Komst ekki mína 170 sit-ups sem ég er farinn að gera daglega. Í dag urðu þær 130.

Fór svo í sund og svamlaði, ætli strákarnir mínir myndu ekki kalla þessa tilburði föðursins það, og lagðist augnablik í sólbað.

Fór svo í klippingu og skeggsnyrtingu. 4 mm voru það heillin.

Þarf nú að ljúka við eitt verkefni, sem er nánast í höfn. Mætti á gamla vinnustaðinn og fór í mat með kollega, - grænmetisréttardagur. Ákváðum að setjast út í sólina á veröndina fyrir framan matsalinn. Ekki tókst það nú vel. Ég hlammaði mér í einn stólinn sem var rennblautur. Stór pollur á setunni og ég beint í hann og varð heldur betur rassblautur og vakti kátínu. Alltaf gaman að gleðja aðra. Enginn er verri þó hann vökni, - jafnvel á daus.

Sit núna rassblautur og reyni að einbeita mér. Bregð mér út og læt golun þurrka...

3 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Gamla vinnustaðinn? Ertu eitthvað að flytja þig um set?

ærir sagði...

Miklu flóknara en það.

Guðný Pálína sagði...

Já, þetta svar svalar aldeilis forvitninni.... ;-)