18. júní 2006

Aldrei týnist von!

Ef að sorgin sækir á
segðu vin þú grætur.
Sól þér aftur sitji hjá
og sæki eftir nætur.

Þegar virðist níðköld nótt,
neikvætt líf með öllu.
Mund´að veður skipast skjótt
skín nú sól á fjöllu.

Óvænt gerast ævintýr
aldrei gleym´að vona.
Hugmynd fæðist heimur nýr
hert´upp huga kona.

Sent sorgmæddri konu 18.júní 2006, sem reyndist bara ekkert svo voðalega sorgmædd þegar ljóðið var loks tilbúið. Hún var búin að taka gleði sína aftur.

Engin ummæli: