7. júní 2006

Studiosi philosophiae

Ég þarf að fara að hressa upp á latínuna (og stafsetninguna). Er ekki viss um hausinn sé réttur. En hvað um það. Stráksi minn varð stúdent á dögunum eins og lesa mátti á bloggi mömmu hans. Þá höfum við öll fjögur útskrifast úr eðlisfræðieild. En leiðir okkar legið í allar áttir. Reyndar sá eldri farinn að feta í fótspor föðursins eftir að hafa verið 2 ár í stærðfræði. En ég er ekki síður ánægður með val þess yngri. Hann er búinn að skrá sig í heimspeki í H.Í. og reyndar muldrar eitthvað um sálfræði líka, - en ekki næsta vetur. Þetta er gott val og sýnir sjálfstæði í hugsun og verki. Vildi að ég hefði haft svona hugrekki á sínum tíma. En í minni heimabyggð var háskólanám það eitt sem skilaði manni embættisprófi.

Reyndar var árið eftir menntaskóla hjá mér viðburðarík. Kenndi 10 ára krökkum hálfan vetur í einangruðum útkjálka. Lærði rafsuðu og sauð ofna saman í Ofnasmiðju Norðurlands. Gerðist sjómaður. Vann í skógrækt í Skotlandi og var landvörður í Herðubreiðalindum um sumarið. Fór svo í háskólann um haustið og bjó á Garði. Þetta var viðburðaríkt ár. Mikið á strákurinn minn gott að vera á þessum aldri. Þá á maður að njóta þess að vera til og gera það sem hugurinn girnist.

(Reyndar á maður alltaf að gera það).

Engin ummæli: