1. desember 2005

Á suðrænni strönd



Sögur engar segja viljum
af sveinunum þeim
Er berir á ströndum stikkluðu
og studdust svo heim

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottir strákar! Eru fleiri myndir væntanlegar?

Nafnlaus sagði...

Halur er eigi skyggn en hrafnar hans fara víða og færa fréttir. Halur kvað:

Þó oftast þeir nú hafi hátt,
úr heimsreisunni sögðu fátt;
með rassa á ströndu
raunar þeir sömdu
af raunum sínum segðu flátt.

Heyrði sögu Halur þá
og hana ykkur segja má:
þeir fyrir dömu knáa
fengu reikninga háa
og frekar mætti segja frá.

Halur bíður eftir næsta flugi.

ærir sagði...

Aðdróttunum Hrafna-Hals verður að svara og sendist þessi skýring á kvenmannsleysi:

Ferðar nutu í fjarlægð blárri
og file steikur átum.
Snemma fórum heim í háttinn,
héldum burt frá hnátum.

Fáar dömur fengu að njóta,
er fræga vöðva hnykklum.
Voru ekki vanar risum,
né vexti svona miklum.