Ásareið eftir Grím Thomsen:
Jóreyk sé ég víða vega
velta fram um himinskaut-
norðurljósa skærast skraut-
Óðinn ríður ákaflega
endilanga vetrarbraut.
Sópar himinn síðum feldi
Sigfaðir með reiddan geir,
hrafnar elta og úlfar tveir,
vígabrandar vígja eldi
veginn þann, sem fara þeir.
Sleipnir tungla treður krapa,
teygir hann sig af meginþrótt,
fætur ber hann átta ótt,
stjörnur undan hófum hrapa
hart og títt um kalda nótt.
26. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli