21. desember 2005

Falskur Haggis

Fór í matsalinn í hádeginu. Á miðvikudögum er alltaf grænmetisréttur. Hreinsar vel út innvolsið í manni vikulega. Í dag var nokkuð sem líktist því sem við hefðum kallað í Skotlandi, smalaböku, shephards pie. Reyndar var það baunabaka einhverskonar eða byggbaka með kartöflumús kryddaðri að ofan. Með þessu var svo meira grænmeti. En viti menn, þetta var ágætlega kryddað og pipar ekki sparaður. Á bragðið og svo með bygginu í, smakkaðist þetta eins og skoskur Haggis og var svipað áferðar á góm og tungu. Það vakti upp ágætar minningar, sennilga framheila reynsla? En Haggis er lítið dýr sem býr i hálöndu Skotlands og er annar fótur þess styttri en hinn. Þannig hleypur það alltaf sama hringinn í kringum skosku hæðirnar. Er matreitt í keppum eins og við gerum slátur. En í því mikið af kjöti og byggi og pipar. Skotar heiðra Haggis á Burns supper, til heiður skáldinu Robbie Burns. Þá er Haggis ávarpað með ljóði, leikið á sekkjapípur, dansað í pilsum (ekki pylsum) og Haggis rist upp með miklum kuta. Sem sagt í hádeginu í dag hljómuðu sekkjapípur í eyrum mínum og ég borðaði falskan Haggis. Ofskynjanir. Nú er ég endanlega orðinn galinn og það staðfestist hér með. En kokkurinn hér kannað elda grænmetis Haggis.

Engin ummæli: