28. desember 2005

Morgunkveðja

Góðan daginn, fagra myllumær.
Hún hörfar undan hallast fjær
og augun ei mér svara.
Ef angrar þig mín kveðja, kær,
ef truflað þig mig tillit fær
ég tef ei meir - skal fara.

Er spölkorn hef ég fært mig frá,
ég horfi glugga hennar á
við hlið á vegi förnum.
Ó, lát mig hárið ljósa sjá
og einnig þína björtu brá
með bláum morgunstjörnum!

Þér enn er höfugt, yndið frítt.
Ó, döggvum hlaðna blómið blítt,
er böl að sólar skini?
Hvort var svo draumþung nóttin nú
að lútir, tárist, lokist þú
sem leidd í brott frá vini?

Ei dvel þú meir á draumaslóð
því senn er bjart og sumarljóð
hér sungin, yndislega.
Nú fyllist loft af fuglasöng
og hrópað er í hjartans þröng
af heitri ást og trega.


Var að hlusta á Schubert í morgun á leiðinni í vinnuna. Malarstúlkan fagra hljómar undursamlega í þýðingu Guðmundar Hansen Friðrikssonar. Ákvað að deila ljóðinu með ykkur.

Engin ummæli: