27. desember 2005

Fánýtur

er ærir. Þetta gæti verið máltæki, jafnvel málsháttur. Það hefur verið rifjað upp að ærir og hans kumpánar eru lítt liðtækir til inniverka annara en þeirra sem teljast til kerlingaverka. Nú hefur okkur verið sýndur æðri sómi og boðin innganga í The Useless Information Society. Er nokkur upphefð í því. Því fylgdi bókin Fánýtur fróðleikur sem er betri og gagnlegri lesning en flest annað sem selt var í bókaflóðinu og öllu skárra en það sem finnst á þessari heimasíðu. Þannig getur hún orðið uppspretta tilvitnanna, sem annars hefðu ekki birst hér. Deilum við fyrstu tilvitnunni í þessari bók með ykkur lesendur góðir.:
"Abraham Lincoln fékk taugaáfall árið 1836".

Ærir þarf því ekki að skammast sín lengur fyrir sín nervusbreikdáns á undanförnum árum. Hann gæti jafnvel orðið president of the júnæted steits eða á bessastöðum. Þannig sannast að fánýtur fróðleikur er betri en engin og jafnvel uppbyggilegur og mörgum hvatning. Þarf ég að segja meira....

PS bókin var möndlugjöfin í ár sem Ærir fékk ekki, enda ekki fengið hana í tvo áratugi, er það með tölfræðilegum ólíkindum og fánýtur fróðleikur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ærir hlýtur að búa yfir mikilli reynslu hvað varðar fánýta hluti og hvað þá sannleik; hann skyldi minnast veru sinnar innan læknadeildarinnar, þar er nú af nógu að taka. Þar sem ekki var um að ræða súkkulaði í möndlugjöfinni, þá getur Ærir verið rólegur. Það virðast hins vegar margir falla undir þessa möndlugjafartölfræði!
Halur