14. desember 2005

Úr þagnargildi

Eins og ég hef minnst á áður fórum við vinnufélagar í ferð nokkra fyrir skemmstu. Hún hefur að mestu legið í þagnargildi. Þó féllu þar ýmis gullkorn, sem ég er að rekast á. Fann ámeðal kvíttana tvo miða sem höfðu laumast til mín eitt kvöldið. Þar hafði skrifað Reyðfirðingurinn og þilskipasérfræðingurinn vísur tvær og mun til sannsvegar vera fært að þær eru frumraun (ekki raunir) hans á þessu sviði. Hann býr yfir miklu pótensíali eins og sjá má á eftirfarandi:

Raumaþingið reyndist mér,
raun og pína.
En bræður tveir sem betur fer
bæta líðan mína.

og tilbrigði hans við sama stef:

Raumaþingið reyndist mér,
raun hin mesta.
Buffalókjötið best það er,
bætir líðan flesta.

(IK)..

læt þetta duga í dag.

Engin ummæli: