28. október 2005

Dagbók

Kveðinn í kútinn var mér efst í huga, eftir þá útreið sem mín angurværu ættjarðarljóð fengu hjá vinum mínum. En mikið ósköp er gaman að fá komment og vísukorn til baka. Það gerir skáldskapinn svo mikið skemmtilegri. Hugsið ykkur ef hnoðið mitt hefði lent ofan í skúffu. Þá hefðu hin ómetanlegu viðbrögð í bundnu máli kolleganna aldrei orðið til. Tvö lítil kvæði hafa kallað á amk fimm önnur afbragðs ljóð. Þetta er býsna góður afrakstur á einni viku. Þó sakna ég kvæðis frá Hali vini mínum, mentor sem kenndi mér að meta ileus, eða garnastíflur og notkun á magasondum. Kunnáttu sem hefur reynst mér vel á lífsleiðinni. Svo ber að þakka læknaritaranum, samstarfskonu minni sem benti mér á málfarsambögur í í fyrstu útgáfu kvæðisins. Hvað gæti ég án ykkar allra. Engin er eyland.

En í kvöld gleðst ég mest yfir árangri sonar míns, þess yngri sem komst i 20 manna hóp í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Þeir eru sko reiknishausar, synir mínir báðir tveir og ætlar sá yngri ekki að verða eftirbátur hins. Í okkar fjölskyldu skiptast menn (og konur sem eru menn) í tvo hópa, teljara og nefnara eftir því hvort reiknislist eða húmaniskir tendensar eru ríkjandi eiginleikar í fari þeirra. Ég hélt reyndar að sá yngri væri dálítill nefnari því hann hefur yndi af mannkynssögu og leikur í skólaleikritum. En svo dylst í honum teljaragen sem fleytir honum á eðlisfræðibrautinni. Kombinasjónin er góð.

Dís

Ég sakna þín sveit með fjöllin og dalinn
og sólar að morgni í kyrrlátum reit.
Við ána, með fuglum, - þar varstu falinn
fegursta dísin í íslenskri sveit.

Hjá kofa á heiði er kembdi ég forðum,
kærustum vini undir háfossins nið.
Augun þau ortu með einstökum orðum
óminn sem barst yfir fjallanna svið.

27. október 2005

Spakmæli Hals

Flestir hlutir eru aðeins raunverulegir skamma stund.
(Halur Húfubólguson 26.10.2005)

25. október 2005

Haust

Komið er haust
og kaldir vindar,
í kotinu eldurinn þrotinn.
Frosið er vatnið
og freðin jörðin,
í fárviðri gróðurinn brotinn.

Það nístir að beini,
er næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vin minn hugga.

Skefur af þekju
og skaflarnir myndast
skjól er ei lengur að hafa.
Bylurinn lemur
og bálviðrið geysist
bundið í hlekki og klafa.

Enn nístir að beini
það næðir um glugga,
hvað læðist á kvöldin
kalið í dimmum skugga.

Króknar í rökkri
og kvikan er frosin
hvenær fer veðrið að hægja.
Augun þau stara
og stara út í bláinn
steinrunnin ógninni bægja.

Það nístir að beini,
það næðir um glugga,
hver mun á kvöldin
kærasta vininn minn hugga.

wisdom of Jeff

Rule one of playing it cool... only smile at her face.

24. október 2005

Áfram stelpur

konur vilja töskur, skó og súkkúlaði sagði kokkur nokkur í morgunútvarpinu í dag.

19. október 2005

Stílæfing tíu árum síðar

Nú nálgast 10 ára afmæli þess að ég varði doktorsstílinn minn. Þessum 10 árum síðar stendur helst eftir ljóðið eftir Alfreð, Lord Tennyson um Óddyseif, sem var inngangur að stílnum.

I cannot rest from travel: I will drink
Life to lees: all times I have enjoyed
Greatly, have suffered, both with those
That loved me, and alone; on shore, and when
Though scudding drifts the rainy Hyades
Vext the dim sea: I became a name;
For always roaming with hungry heart
Much have I seen and Known; cities of men
And manners, climates, councils, goverments,
Myself not least, but honoured by them all;
And drunk delight of battle with my peers,
Far on ringing plains of windy Troy.

I am a part of all that I have met;
Yet all experience is an arch where through
Gleams that untravelled world, whose margin fades
For ever and forever when I move.

18. október 2005

Fimmtugur

Magnús Pálsson.

Sögur margar segja kann,
og sjaldan missir orða.
Sá sem fyrir hittir hann
helst sér ætti að forða.

Magnús vænsta mann ég tel,
og mátulega lyginn
Með Siglufjarðar syni dvel
þar til sól er hniginn.

Því mætan tel ég Manga Pé
þann mikla friðarboða.
Lætur okkur ljúft í té,
lygi til að skoða.

Við aldur bætist aftur ár
er´ann frá sér numinn.
Fimmta tuginn fyllir lár,
en finnur varla muninn.

17. október 2005

Hálfmáni í hús er kominn

Nú er Hálfmáni kominn í hús og fyrir dyrum stendur að byrja tamningar með svokallaðri frjálsri aðferð. Fyrsti tími verður síðdegis í dag. Reynir þá á samband sem þarf að myndast milli manns og hests.
Um þetta má yrkja:

Hálfmáni í húsi bíður,
hestur vænn úr Skagafirði.
Undan viti æris svíður,
ógurlega þungri byrði.

15. október 2005

Beinn leggur Egils Skallagrímssonar


Ættfræði er ágætt hobbí. Hér sést að 28 kynslóðum eftir Egil Skallgrímsson, varð til Ærir athafnamaður, Skammkell og Fimbulfambi. Þeir eru komnir í beinan legg af Agli sem orti sig út úr melancholiu.

Sérstaklega er bent á viðurnefni nokkur í ættinni i þessum beina legg, eins og digra, korpur (sem ég skil ekki), langur og gamli. Lýsir það atgerfi ættarinnar? Það er nú það?

Þar er líka Hrafn Oddsson, læknir að Eyri við Arnarfjörð, sem giftur var Þuríði Sturludóttur Sighvatssonar. En kvikmyndi og bókin Óvinafagnaður fjallar um föður hennar Sturlu Sighvatsson. Ærir hefur aldrei hafnað átökum, -séu þau kostur umfram frið, enda Sturlungablóð í æðum þeirra bræðra Æris athafnamanns, Skammkels og Fimbulfamba.

Þorbjörg "digra" Ólafsdóttir var barnabarn Egils og dóttir Ólafs pá Höskuldssonar, og því systir Kjartans Ólafssonar sem lesa má um í Laxdælu. Í Fóstbræðrasögu segir að Þorbjörg hafi verið "vitr kona ok strórlynd". Legg til að ættin lesi Eglu, Laxdælu og Fóstbræðrasögu.

Egill Skallagrímsson 910

  1. Þorgerður Egilsdóttir 939
  2. Þorbjörg "digra" Ólafsdóttir 960
  3. Kjartan Ásgeirsson 1000
  4. Þorvaldur Kjartansson 1055
  5. Ingiríður Þorvaldsdóttir 1110
  6. Vigdís Guðlaugsdóttir 1140
  7. Oddur Álason 1180 - 1234
  8. Hrafn Oddsson 1225 - 1289
  9. Jón "korpur" Hrafnsson1255
  10. Sveinn "langur" Jónsson1280
  11. Jón "langur" Sveinsson 1330 - 1361
  12. Finnbogi "gamli" Jónsson 1360 - 1441
  13. Þórunn Finnbogadóttir 1410
  14. Finnbogi "Maríulausi" Jónsson 1440 - 1514
  15. Jón Finnbogason 1470 - 1554
  16. Málmfríður Jónsdóttir 1520
  17. Guðmundur Illugason 1550 - 1617
  18. Jón Guðmundsson 1580 - 1640
  19. Halldóra "eldri" Jónsdóttir1625
  20. Elín Sigmundsdóttir 1666 - 1717
  21. Málfríður Ketilsdóttir 1703 - 1757
  22. Símon Þorgeirsson 1746 - 1830
  23. Pétur Símonarson 1805 - 1880
  24. Sigríður Pétursdóttir 1836 - 1912
  25. Halldóra Sigríður Halldórsdóttir 1862 - 1922
  26. Katrín Kristín Guðmundsdóttir 1885 - 1967
  27. Arngrímur Guðbjörnsson 1920 - 1983
  28. Ærir, Skammkell og Fimbulfambi 19**

14. október 2005

Ögurstund

Aldrei fyrr ég augum leit
er ást mér tjáðu
á ögurstund,
í fegurð himins framtíð skín,
en sáran finn
í hjarta söknuð.

Eldhúsrústir

Lagði eldhúsið í rúst í gærkveldi, rétt einu sinni enn. Var í vandræðum með kvöldverðinn, því hann verð ég að sjá um. Fór í Nóatún og klóraði mér í kollinum og horfði á steikur og skyndibita en það er ekki á dagskrá. Bara hollustufæða á minni vakt. Fann lifur og ákvað að spreyta mig á henni. Á hverju hausti reyni ég að finna upp nýjan lifrarrétt, þó ég sé alinn upp á vel og gegnusteiktri lifur í brúnni sósu með kartöflumús. Þegar ég fór að búa sjálfstætt kynntist ég nýrri lifrareldamennsku sem var snöggsteiking með eplum og grænmeti sem var hið ágætasta fóður. Síðan hef ég reynt að bæta um betur og koma mínum á óvart með ótrúlegri útsjónarsemi. Á hverju hausti get ég eitt löngum stundum í að spá í þetta og spekúlera, en nú varð þetta til spontant og áreynslulaust.

Í skyndi varð til nýr matseðill:
Lifur í Hoi Sin sósu og wok steiktri grænmetisblöndu.
og svo meira grænmeti bakað í ofni.
Allt borið fram með tælenskum núðluhnykkli.

En svo var að fara heim og reyna að improvisera eitthvað úr hugmyndinni. Byrjaði á að setja grænmetið ofnin, sætar kartöflur, sveppir og rósakálshnúðar með rauðri paprikku ásamt kryddi e. smekk. Bakað í hátt í klukkutíma eða eftir smekk. Þetta var auðvelt og á allra færi, líka mínu.

Svo hófst undirbúningur að Hoi Sin lifrarsteik. Lifrina skar ég í þunna strimla og marineraði í sósunni í ca 45 mín. Grænmetið, verð ég að viðurkenna keypti ég niðursneitt (wokblanda frá náttúru) en má annars sneiða niður það sem til er s.s. gulrætur, hvítkál, papriku, graslauk ofl.

Ég snarphitaði Wok pönnu með smávægis iso4 olíu og steikti í 2 mín við háan hita. Lagði á skál á meðan ég útbjó lifrina í næsta skref. Bundinn í klafa vanans fannst mér ég yrði að velta strimlunum marineruðu í hveiti, en þá hófust vandræði. Hoi sin sósan er nefnilega dálítið klístur og í samblandi við hveiti er þetta afar viðloðandi og í mínum höndum eða réttara sagt í og á mínum höndum kárnaði gamanið því fljótlega hafði hveitið og klístrið komið víða við í eldhúsinu.
Úr varð smá krísuástand sem ég var eiginlega feginn að engin upplifði með mér.

Á meðan þessu stóð hlustaði ég á tónlist af ipod tæki sonarins, en þar inni eru óteljandi fjöldi laga. Hlustaði á nirvana, cat stevens og steig nokkur vel valin spor með raggabjarna en þá slettist hveitiklístrið meir, svo ekki er mælt með því sérstaklega við þessa matargerð. Dásamlegt tæki þessi ipod græja. Ja, það sem tækninni fleygir fram.

En mín biðu meiri átök og ögrandi verkefni í eldamennsku. Nú með hoisins á lifrinni og talsvert hveiti í fötunum byrjaði ég steikja í wokpottinum. Eiginlega var þetta svo heit olía að jaðraði við djúpsteikingu. Steikti stutta stund og fékk stökka lifrarstrimla. Með þessu sauð ég svo tælenskar núðlur en pakkinn kostar aðeins 59 kr í nóatúni. Þær urðuþó í minu eldhúsi, þrátt fyrir skamman eldunartíma að einhverskonar hnykkli sem ekki var á allra færi að greiða í sundur.

Við angurværa tóna catstevenes, byrjaði ég svo að ganga frá og þrífa áður en aðrir heimilismeðlimir laumuðust heimí eldhúsið, sem þeir gerðu á réttum tíma enda nef þeirra ótrúlega vel stillt á ilm sem þaðan berst. Þeir fengu því að reyna lifur í hoisin sósu í fyrsta sinn, -ever. Þau eru svo vel upp alin að þau hrósa alltaf tilraunum mínum í eldhúsinu ef þau þurfa ekki að þrífa eftir mig svo ég reyni að gera það sjálfur. Hvað gerir maður ekki fyrir hrósið.

13. október 2005

Women

are like Australia: very distant, largely uninhabitable and with areas of great danger.

MÓla færðar þakkir

Bleikju reykta á borð mitt færðir,
besti Magnús þakka þér,
eins og Jésús okkur nærðir.
Ótal kveðjur sendast hér.

Borðað hef ég blei kju reykta.
á brauði smakkast svaka vel.
Næst mun sjóreið vilja steikta
sækjast eftir, það þér fel.

Ekkert get þó endurgoldið
enda á veiðum erum löt.
Kannski þú viljir hrossaholdið
hangið eða saltað kjöt?

Rjúpan raunarmædda

Þeir skáldlegu tilburðir sem hér hafa verið hafðir í frammi hafa vakið nokkra athygli og eins og hjá þjóðskáldum hefur kveðskapurinn verið öðrum innblástur. Aðrir hafa reynt að öðlast dýpri skilning á tilurð ljóðanna og þýðingu þeirra, sem er auðvitað enginn í mínu tilfelli. En í dag barst mér sending frá sálfræðingi nokkrum (RHA) sem hefur betrum bætt fyrra kvæði mitt. Í útfærslu hans má finna nokkurn trega vegna þess að ekki kemst hann til veiða um næstu helgi. En svona er útfærsla veiðimannsins og eru honum færðar þakkir nokkrar fyrir viðvikið.:


Ein hún sat í hríðarbáli
og heljargreipar kulda,
rjúpan fögur,
raunarmædd,
rjátlar um að nýju.
Hún skríður ein um
skógareiti,
og skelfd
að leita hlýju.

Með hjartans öng
nú hrædd hún situr
en heyrir málið dulda,
sem gnýrinn ber
þá gnauðar í,
gnýpum og
vetrarskugga.
Hver mun fuglinn
fagra hugga.

Það skefur að
og skaflar myndast,
skelfilegt er myrkur.
En tunglið eitt
það talar blítt
og teygir sína anga,
að flæking einum
er ferst í nótt
ef finnst ei
hjartagæska.

Þá rjúpa ein,
um rauða nótt,
reisir sína vængi.
Til tunglsins svífur,
tíminn hverfur,
titrar rödd í frosti.
Hún ropar hátt,
er rýfur kyrrð
rúnarsskot
í hjarta brostið.

12. október 2005

The wisdom of Sally

You’ve never understood about bottoms, Jane. Having a bottom is like living with the enemy. Not only do they spend their lives slowly inflating, they flirt with men while we’re looking the other way.

10. október 2005

Frá Ólafsfirði


Þessa fínu mynd rakst ég á vefsíðu Arngríms frænda míns. Hér er hann með afa sínum.

Vetur er víst kominn í Ólafsfjörð

Flækingurinn

Yfir haf í hríðarbáli
og heljargreipar kulda
rauðbrystingur
raunarmæddur,
rakst að landi nýju.
Hann skríður einn um
skógarreiti,
og skelfdur
leitar hlýju.

Í hjartans öng
nú hræddur situr
en heyrir málið dulda,
sem gnýrinn ber
þá gnauðar í,
gnípum og
vetrarskugga.
Hver mun fuglinn
fagra hugga.

Það skefur að
og skaflar myndast,
skelfilegt er myrkur.
En tunglið eitt
það talar blítt
og teygir sína anga,
að flæking einum
er ferst í nótt
ef finnst ei
hjartagæska.

Þá rauðbrystingur
um rauðanótt,
reisir sína vængi.
Til tunglsins svífur,
tíminn hverfur,
titrar rödd í frosti.
Hann syngur lag
er síðan lærðu
sálir með
hjarta brostið.

Málsháttur dagsins

Úr ljótum selskap er loflegt að flýja

8. október 2005

Afmæliskveðja

Ingólfur Kristjánsson, 8. október 2005.

Kveður hátt í klettum eystra
er kætist sonur elds og ís.
Íslandsstranda stuðla bergsins
stöpull sá er aldrei frýs,
okkur gleður alla vini,
Ingólfur sem eldfjall gýs.

Með söng í hjarta og sálin hreina
sinnir okkur vinum vel.
Hestum ríður, hallir byggir
hagleiks mann ég Ingólf tel.
Þó gardínur í glugga hengi,
gægist út hans vinarþel.

Í eldhúsinu engum líkur,
allar sortir baka kann.
Bökur fyllir, brauðið hnoðar
býsn af matnum étur hann.
Tólin síðan og tægjur pínir
tíma langa í tækjarann.

Upp til fjalla vinur vakir
veður vötn um nótt á heiði
Ilminn finnur angurværan
allur burtu fýkur leiði.
Aftur snýr vor aflakóngur
með ógurlega mikla veiði.

Nú góða veislu gera viljum,
og gleðjumst lengi fram á nótt
Skála munum, skemmtum okkur
skelfilega er nú hljótt.
Kætum Ingólf kæru vinir
í kór við skálum, - núna fljótt.

skál, skál.

Ein Traum

Mir träumte einst ein schöner Traum:
Mich liebte eine blonde Maid;
Es war am grünen Waldesraum,
Es war zur warmen Frühlingszeit:

Die Knospe sprang, der Waldbach Schwoll,
Fern aus dem Dorfe scholl Geläut
Wir waren ganzer Wonne voll,
Versunken ganz in Seligkeit.

Und shöner noch als einst der Traum
Begab es sich in Wirklichkeit
Es war am grünen Waldesraum
Es war zur warmen Frühlingszeit:

Der Waldbach schwoll, die Knospe sprang,
Geläut erscholl vom Dorfe her
Ich hielt dich fest, ich hielt die lang
Und lasse dich nun nimmermehr!

O frühlingsgrüner Waldesraum!
Du lebst in mir durch alle Zeit
Dort ward die Wirklichkeit zum Traum,
Dort ward der Traum zur Wirklichkeit!

(Friedrich von Bodenstedt).

Haugskviða Gunnars

Mælti dögla deilir
dáðum rakkr, sá er háði
bjartr með bestu hjarta
bengrögn, faðir Högna,
heldr kvaðsk hjalmi faldinn
hjörþilju sjá vilja
vættidraugr - en vægja
val-Freyjustafr, deyja
val-Freyjustafr, deyja

Úr Brennu-Njálssögu

Handa Ragnheiði Maríu

sem fékk grautarmartröð.

Ef að litla dömu dreymir
drauga, tröll og grauta,
þulur margar mamma geymir
er má í hljóði tauta.

Í faðminn breiða barnið skríður,
brátt þá sefast grátur,
síðan heyrist söngur blíður
er svæfir litlar hnátur.

Einangrunarrof

Vinur minn og frændi hefur ljóstrað því upp að hann hafi rofið einangrun sína. Honum var því sent eftirfarandi hugboð, sem hér er haldið til haga.

Halur á svellum hálum
hrífst nú af dægurmálum
er hörmungum frá
hannesar há
heyrði í gufuskálum

um þetta hef ég ekkert frekar að segja.

Stefnuljós

Við næsta
hringtorg
liggur leiðin
í ljósheima

3. október 2005

Spakur Jeff

The Wisdom of Jeff:
"Oh, wouldn’t that be great... being a lesbian. All the advantages of being a man, but with less embarrassing genitals."