8. nóvember 2009

Osso Bucco et Risotto Milanese cum Gremolata

Ég vaknaði í morgun og fann að hurðin á frystinum hafði ekki lokast. Skollin var á ísöld með klakabrynju því blessaður skápurinn brást við með því að keyra mótorinn á fullu. En eitthvað hafði þiðnað.

Fann þar nautaskanka sem biðu góðs tíma, en þeirra tími er augljóslega kominn. Hafði áður eldað osso bucco eftir uppskrift frá ágætum netkonum, sem því miður setja ekki lengur uppskriftir á vefinn nema endrum og eins núorðið. Til að eiga þett sjálfur hef ég stolist til að afrita uppskriftina þeirra hér.

Í kvöld, á feðra daginn verður semsagt notalegir nautaskankar norðurítalíu á boðstólum fyrir ómegðina mína.

Ég gef uppskriftinni orðið:

"Þessi réttur er afskaplega gestaboðsvænn, þar sem öll vinnan við hann getur farið fram löngu fyrir boðið.

(fyrir fjóra)

4 sneiðar nautsskankar (osso buco kjöt, fæst oftast í Nóatúni)
salt og pipar
25 g ólífuolía eða smjör
500 g tómatar, mega vera úr dós (nota alltaf dósatómata, ekkert síðra)
3 dl þurrt hvítvín
1 tsk þurrkað marjoram eða 1 msk ferskt
um 1 dl vatn (má sleppa, ef safinn af dósatómötum er notaður)

Kryddvöndull:
1 búnt steinselja
kvistur af timjani
1 lárviðarlauf

Skerið aðeins inn í ytra borð sneiðanna á 1-2 stöðum svo þær myndi ekki skál þegar þær steikjast. Hitið smjörið eða olíuna í stórum potti og brúnið sneiðarnar á báðum hliðum. Hellið helmingnum af hvítvíninu yfir og látið sjóða án loks í um 5 mínútur.

Ef notaðir eru nýir tómatar þarf að afhýða þá og hakka, annars bara hakka. Má hella safanum af dósatómötum, ég geri það samt aldrei. Bindið saman steinselju, timjan og lárviðarlauf fyrir kryddvöndulinn.

Setjið tómata, salt, pipar, marjoram, afganginn af hvítvíninu, vatn og kryddvöndul út í pottinn. Látið sjóða við vægan hita í 3 1/2 - 4 klukkustundir. Ef notaðir eru kálfaskankar þarf ekki nema um 1 1/2 tíma. Kjötið á að hrynja af beinunum.

Risotto milanese:

1 lítill laukur
1 msk smjör
300 g arboriogrjón eða önnur risottovæn hrísgrjón
um 600 ml gott soð (helst ekki af teningi)
Klípa af saffrani, steytt vel
3-4 msk nýrifinn parmaostur
meira smjör
salt
pipar

Hakkið laukinn frekar fínt og steikið 2-3 mínútur á víðri pönnu í smjörinu. Laukurinn á ekki að brúnast. Setjið grjónin saman við og hrærið þar til þau eru þakin feiti. Kryddið með salti og pipar.

Hafið soðið nálægt suðupunkti við hlið pönnunnar. Hellið 1/2-1 ausu í einu út á grjónin, hrærið nær stanslaust. Kryddið með saffraninu. Ekki á að setja meira soð fyrr en grjónin eru farin að æpa úr þurrki. Þetta tekur um 20-25 mínútur. Nauðsynlegt að hafa glas af hvítvíni við höndina. (til að drekka, sko, ekki hella út á, neitt...)

Þegar grjónin eru orðin mjúk, er parmaostinum og smjörinu hrært saman við.

Ef vill má hætta að ausa soði aðeins áður en grjónin eru orðin mjúk, setja lok á pönnuna og slökkva undir. Hræra síðan parmaostinum og smjörinu saman við og hita rísottóið upp þegar á að bera það fram.


Gremolata:

1-2 hvítlauksrif
1 búnt steinselja
rifinn börkur af einni sítrónu (helst lífvænt ræktaðri)

Hakkið steinseljuna, pressið hvítlaukinn og blandið saman, ásamt sítrónuberkinum".

1. október 2009

Ærir þýddur - og þó aldrei verið frosinn

Yllis beat saft

Many things grow in the garden ærin. Stikkilsber he has used in jam and marmalades made. Sanguineum and Solbes gel in the autumn. Now grow there also black tulips and other nuances.

Encountered a recipe for svalandi ylli drink and where ærin has field for Snob in wine and reminded, of Roll, the beat saft to a better life in the mail here before. He decided to file down bruggað it for later use in summer when ylli alarm begins to flourish.


Yllis drykkur: Yllis drink:
20 vænir klasar yllisblóm 20 vænir Classes ylli flowers
2 kg sykur 2 kg sugar
2 stk sítróna eða lime 2 pcs lemon or lime
50 g sítrónusýra 50 g citric acid
bensóat benzoate
2 lítrar sjóðandi vatn 2 liter boiling water

Aðferð: Method:
Raspið lemon / lime (or cut in slices) and prssið her juice. Ylli Flowers, sugar, citric acid and sítrónuraspið / slices are placed in a large pot. Put lemon juice and water sjóðani with. Maintained by welding (not boiling) and stir another periodically, until the information is sykurinn eystra. Use bensoatið under. manufacturer instructions. Put a cold place in 2 hours and stir another stroke. Sigtið then bottled and carefully completed. Store in a cool place.

This is the extract that is mixed útí water by taste.

21. september 2009

Ærir - klassíkar bókmenntir

Ærir hefur legið undir feldi í 6 mánuði og reiknaði ekki með að eiga afturkvæmt. Hinsvegar hefur komið í ljós að þessi vefsíða er uppspretta fróðleiks og gleði sem höfðar til fjöldans því þrátt fyrir að hafa ekki sett staf á blað þennan tíma er síðan lesin og heimsótt í talsverðu mæli, eða allt að 500 heimsóknir í mánuði.

Þessu verður náttúrulega að sinna, enda ótal sögur sem enn hafa ekki verið færðar til bókar.

6. apríl 2009

Tuttugu þúsund

Ég hef verið latur við að blogga. Þessi árátta hefur verið að fjara út, en í dag var 20.000. heimsóknin til Æris. Nákvæmlega ellefu sekundum betur en tuttugug og sex mínutur yfir tvö. 14:26:11. Einhver sem kemur af og til, etv reglulega nafnlaust og hljóðlaust, eins og flestir aðrir. Flettingarnar eru komnar vel yfir 40.000. Ég veit ekki hvort þetta telst mikill eða lítill lestur en mér finnst hann ærinn og ótrúlegt að nokkur nenni að fylgjast með tuðinu í mér, -svona þegar ég yfir höfuð nenni núorðið að færa það á blað.

Kannski lifnar yfir síðunni síðar.

Góðar stundir.

23. mars 2009

Hægeldun - slow food-rauðvínskássa

Einhver bylgja af hægeldun mun vera að ryðja sér til rúms, eða réttara sagt vaxa hryggur um fisk. Ég var trúr þessu um helgina og eldaði rauðvínskássu með gratineruðum kartöflum handa gestum. Uppskriftina fékk ég hjá Ragnari lækni sem er mönnum fremri í hægeldun. Ég verð þó að segja að ég mæli með örlitlum breytingum á uppskriftinni. Það sem átti að vera punkturinn yfir i-ið reyndist í mínu tilfelli næstum disaster þó gestir kvörtuðu ekki.


Ég eldaði nautakássu nautabanans.

Ég varð mér úti um gúllaskjöt og vegna tilmæla í uppskrift Ragnars skar ég það í smærri bita og steikti með tveimur laukum og sex smáttskornum hvítlauksrifjum á vægum hita eða þar til kjötið er brúnað á hverri hlið. Ég var trúr uppskriftinni og bætti út í 7.5 kanilstöngum , skipti nautakrafti út fyrir villibráðarkraft því það var það sem til var í ísskápnum, saltaði og pipraði. Því næst bættust við sex negulnaglar og þegar kanil/negul lyktin hefur blossað upp bætti ég útí er flösku af af rauðvíni. Þar útí flugu tvö lárviðarlauf, tvær greinar af fersku timían og rósmarín. Ég elska lyktina af fersku timían. Það er stemmingskryddjurt. Skapar ótrúlega gott andrúmsloft.

Þetta lét ég malla í klukkutíma og bætti þá út í tveimur gullrótum, ólífum og hálfri rófu (hefði kosið sellerírót en átti hana ekki til. Þetta lét ég malla í 3o mín til viðbótar og smakkaði oft til. Var kominn með fullkomið jafnvægi í sósuna þegar kom að lokahnykknum.


Þegar hér var komið sögu átti skv uppskrift að bæta útí 100 gr. af parmaskinku en hana átti ég ekki til og notaði í staðinn þurrkað beikon frá SS fremur en Ali að mig minnir. Þetta var slæmt múv að mínu mati. Allt annar bragðheimur og hið fullkomna jafnvægi rann út í sandinn.


Ég varð svolítið vonsvikinn við þetta en gestirnir gerðu matnum góð skil.

20. mars 2009

Af íslenskum afurðum


Oft er margt skrafað í kaffistofunni á vinnustað mínum. Í dag var rætt um matargerð og uppskriftir. Þar kom að einn samstarfsmaður minn fleygði fram sögu af verstu matargerð sem hann hefði heyrt um. Svo bar undir að vinur hans lenti í því að faðir hans þurfti að sjá um matseldina í fjarveru húsmóðurinnar. Ætlaði hann að steikja slátur en en engin var til feitin svo að hann greip til lýsis og steikti slátrið upp úr því. Mikil óþefur barst um allt húsið og þurfti að lofta út í margar vikur og maturinn var ekki góður.
.
Við þessa sögu kveiknaði í samstarfsmanni mínu sem situr á næstu skrifstofu og gekk í MR á sínum tíma og skrifar reglulega pistla um lýðheilsu og lækningar. Rifjaðist upp fyrir honum að eitt sinn hefði hann ætlað að útbúa þjóðlegan rétt og tók til kakópott þeirra MR-inga og reyndi að poppa með lýsi. Maísinn poppaðist ekki en lengi á eftir var skrítið bragð af kakóinu sem selt var í sjoppu nemendafélagsins. Farið var með málið eins og mannsmorð.
.
Þriðja söguna sagði þilskipaskrásetjarinn af upphafsbúskaparárum sínum, en þá ætlaði að unnustan að elda humar með karamellulíkjör og hvítvíni og hafði forláta uppskrift frá matgæðingi. Það fylgdi sögunni að ef ekki væri til karamellulíkjör mætti nota mysing í staðinn. Ef ekki væri til hvítvín mætti nota mysu. Svo bar undir að unnustan átti ekki heldur humar, bara rækjur. Svo úr urðu rækjur soðnar í mysu og mysingi og sagði þilkskipaskrásetjarinn að það hefði verið eftirminnilega vondur matur. Hann á því síðasta orðið í þessari hugvekjum um gourmet mat úr íslenskum afurðum.

4. mars 2009

Breyttir tímar

Kæra dagbók, þannig ber undir að ég hef minnkað við mig vinnu á gamla vinnustaðnum og er nú farinn að vinna vestur í bæ tvo eftirmiðdaga í viku á háskólaklínikinni við að grúska, nokkuð sem ég gerði fyrir tíu árum síðan. Auðvitað átti ég að vera löngu búinn að láta þig vita af þessu, en ég hef verið hugfanginn af verkefninu og því ekki gefið mér tíma til að sinna þér.

Þá daga sem ég vinn vesturfrá er ég yfirleitt lengi fram eftir. Það skapar svolítil vandræði því annan daginn fæ ég fjölskylduna mína i fisk sem ég elda. Þetta hefur valdið nokkurri spennu hjá mér því ég rýk upp um sexleitið og heim og tröfra fram fiskirétti þannig að ég kem mér sífellt á óvart með hvað hægt er að gera úr þessu hráefni á örskömmum tíma. Sem betur fer er fiskur þeim mun betri eftir því sem hann er minna eldaður.

Út að borða

Ég hef vanrækt þig kæra dagbók í langan tíma. Það er svo margt að gerast, t.d. fór ég út að borða á einn af uppáhalds stöðunum mínum. Ég fer alltaf reglulega á Þrjá frakka á Baldursgötunni, en oftast í hádeginu og oftast með sömu félögunum. Nú hefur liðið langt frá síðustu heimsókn. Í gærkveldi gafst tilefni og endurnýjaði ég kynnin við þennan ágæta veitingastað. Á þremur frökkum virðist alltaf fullt og staðurinn eftirsóttur. Mér þótti athyglisvert að á hverju borðum mátti sjá amk einn gest með hvalsteik. Vinsældir þessa réttar virðist augljós þrátt fyrir alla tilfinningasemi gagnvart hvalveiðum. Ég fékk mér hinsvegar fisk eins og venjulega, en hét því að prófa piparsteikina hans Úlfars við tækifæri og einhverntímann síðar hrossalundina sem þar er á boðstólum.

27. febrúar 2009

Kína


Í dag fékk ég þesa mynd senda frá synininum. Á góðar minningar frá Kína sl. sumar.

11. febrúar 2009

Operation krúttmagar

Tókst að verða mér úti um kúttmaga í gær. Mér þótti þetta hnossgæti hér áður fyrr, en hef ekki fengið í mörg ár. Helst er að nálgast þetta með að kaupa sig inn á kúttmagakvöld íþrótta- eða góðgerðarfélaga en þangað er ekki öllum boðið. Því fagnaði ég því heilshugar þegar mér áskotnaðist 1 kg af kúttmögum. Í gær var ég að hreinsa þá og setti í saltvatn í nótt og í dag ætla ég með systur minni að fylla þá og halda veislu.

9. febrúar 2009

Óli

Ég hef lítið hugsað upphátt sl. vikur. Fyrir því eru margar ástæður. En margt hefur gerst sem er minnisvert og á heima í dagbókinni.

Fyrst er að telja að ég fylgdi einum besta vini mínum til grafar í síðustu viku. Aðeins 43 ára gömlum. Við vorum mikið saman í hestum. Deildum hesthúsi í 6 eða 7 ár. Höfðum ferðast víðsvegar um landið á hestbaki. Farið í sleppitúra. Hann útvegaði mér bestu hestana mína. Hann tamdi þá sjálfur. Saman áttum við skemmtilegar ferðir norður í Skagafjörð í Laufskálarétt, þar kenndi hann mér að lesa í fótaburð efnilegra tryppa. Á Þingvöllum drukkum við bjór og sögðum sögur af ævintýrum dagsins. Upp við Stöng biðum við spenntir eftir að sjá hvort færi gæfist á að ríða yfir Nautavað í Þjórsá. Að Fjallabaki þeystum við um grundir. Á Löngufjörum sundriðum við ála og sprettum úr spori. Í jarðarför hans var flutt ljóð Davíðs Stefánssonar. Þar var sungið:
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.

Það var við hæfi. Þannig líður mér. Blessuð sé minning Ólafs Eiðs Ólafssonar.

24. janúar 2009

Í tilefni dagsins


Maðurinn sem sagðist vita allt

Kæru vinir, nú er að því komið!
Kallaði maðurinn sem sagðist vita allt.
Og við hin horfðum á hann
skilningssljóum augum.

Hvað áttu við? Spurði hugrakkasti drengur allra drengja.
Að hverju er komið?
Endi alls, svaraði maðurinn sem sagðist vita allt.

Og við settumst öll saman niður og biðum eftir dauðanum.

Björt1988-


Þetta er ljóð dagsins í dag á ljod.is

14. janúar 2009

Fjörfiskur og ilmur jarðarinnar

Vikulegur þriðjudagsfiskréttur var borinn fram fyrir fjölskylduna. Í þetta sinn skyndibiti. Var a vinna til rúmlega sex og missti af því að komast í fiskbúð. Það er svona þegar verkefnin eru orðin mörg og krefjandi. Spennandi tímar í vinnu og einkalífi.

Nú voru góð ráð dýr. Átti ég að kaupa pizzur ofan í mannskapinn og þannig gefast upp fyrir tímaleysinu. Nei það gat ekki orðið. Varð mér úti um forsteiktar fiskibollur í Krónunni, parísarkartöflur og salat og smurost. Kokkaði upp á tuttugu mínutum fiskibollurétt, bollur bakaðar í ofni, parísarkartöflur brúnaðar á pönnu og með þessu ostasósa. Blandaði saman rækju- og grænmetissmurosti og þynnti með fjörmjölk. Salat með franskri dressingu og á mettíma var komin veislumáltíð sem allir glöddust yfir á sinni hraðferð.

Eldri sonurinn svefnlaus eftir að hafa vakað yfir og tekið heilalínurit af fyrirbura og þurfti að drífa sig heim í háttinn. Sá yngri var eggjaður af kærustinni að koma í bíó á 500 kall í Sambíóunum á þriðjudögum. Ég gamli maðurinn dreif mig í hesthúsið og hleypti út vinum mínu sem voru fegnir því að fá að teygja úr sér og velta upp úr nýfallinni mjöllinni. Hitti þar Finn vin minn skeggræddum við um gleði hestamennskunar og fylgdist ég með honum gefa á garðann og fann hesthúsið fyllast af angan af heylykt - parfume de monde.

Venus í Vatnsbera


Nú er Venus í Vatnsbera og skín skært á suðuhimni. (af mbl.is). Folinn er ekki langt undan, né hvalurinn eða höfrungurinn. Skáldfákurinn hærra á lofti. Skyldi sonurinn Amor vera skammt undan?

Ísland v.2.0

Og það verður rautt.



Þetta fáið þið elskurnar mínar, -bráðum. Er að fara að kaupa það í kassavís. Kemur frá Portugal.

13. janúar 2009

Ærir í pólitík

Nú fellur mér ketill í eld. Ráðaleysi og dugleysi. Ég styð eindregið almenna og algjöra uppstokkun með stofnun annars lýðveldis þjóðarinnar með raunverulegu þingræði og aðskilnaði þings og framkvæmdavalds. Lifi byltingin.

9. janúar 2009

Arkar karlinn út í fjós,
auðgrund gömlu að finna.
Ekki þarf hann alltaf ljós
til útiverka sinna.

Höfundur:
Páll Pálsson frá Knappsstöðum í Fljótum f.1837 -
d.1871

La Vie En Rose

Furunálafreyðibað

það er kósíkvöld í kvöld

7. janúar 2009

Hvílílk djúpviska

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=4b8342d2-6d57-4144-8b62-3d3067588513

Handa íslenskri þjóð

"Allt í einu sneri herpresturinn sér að Svejk og sagði: - Kæri vinur, gefðu mér löðrung.
- Einn eða fleiri? spurði Svejk.
- Tvo.
- Gerðu svo vel.
Herpresturinn taldi upphátt löðrungana sem hann fékk, og hann var
hamingjusamur á svipinn.
- Þetta er hressandi, sagði hann. - Þetta er ágætt fyrir meltinguna. Gefðu mér einn á snúðinn ennþá.
- Hjartans þakkir, sagði hann þegar Svejk hafði afgreitt hann. - Nú líður mér vel."

Úr "Góða dátanum Svejk" eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls Ísfelds.

Hrogn og lifur


og rúgbrauð; -nú er tíminn kominn. Bauð upp á það í gærkveldi og synirnir smökkuðu, dömurnar ekki eins áfjáðar.

Þrettándinn liðinn en ég ætla að halda jóladótinu fram á helgi. Líkar svo vel við ljósadýrðina.

5. janúar 2009

Dýrðlega gott

Eldaði hreindýr um jólin fyrir krakkana og mig og fór að ráðum Jóa Fel. Var meira segja í stuttermabol í eldhúsinu. Takið eftir á myndbandinu hnífnum og hitamælinum. Slíkar græjur á ég, -fékk frá alveg yndislegri konu og góðum vini. Passaði hitann mjög vel en það er lykillinn að vel heppnaðri steik.
Gerði smá breytingar á uppskriftinni. Þannig notaði ég heimalagaða stikilberjasultu í sósuna og þar sem ég átti ekkert púrtvín notaði ég hvítvín sem ég hafði opnað með humrinum á aðfangadag. Engin ástæða til að bruðla eða láta gott vín fara til spillis. Sveppi átti ég þurrkaða frá því í fyrra, -týnda í eyðimörkinni sem hefur verið breytt í skógræktargirðingu á Rangárvöllum.

2. janúar 2009

Bjart framundan

spákonan sá fjársjóð í bollanum mínum. Ég sá hann í hesthúsinu. Þar er ég nú með fjóra hesta. Hóf, Glóa, Skuld og Hálfmána. Búinn að sprauta og ormahreinsa, raspa tennur og þvo skaufa (þar sem það á við) og allt er tilbúið fyrir vertíðina. Hestamönnum eða réttara sagt konum hefur fjölgað í fjölskyldunni þannig að ég fjárfesti í tveimur notuðum hnökkum og hef nú einn á hvern hest. Þannig getur öll "fjölskyldan" farið saman á bak eða ég get boðið öðrum vinum með í útreiðar. Veturinn leggst vel í mig.

Að ríða mikið

er nýársheitið í ár. Fór í minn fyrsta reiðtúr á nýársdag, á fyrsta degi ársins, einni sekúndu síðar en ég hafði reiknað með á sl. ári. Þetta var magnþrungin stund. Ég andstuttur af spenningi og eftirvæntingu, henti mér á bak og reið um allt hverfið. Þetta var fjöldareið, nánast orgía. Með mér voru góðir félagar og vinir til margra ára. Gerði það tvisvar. Fór á mína bestu hesta.