23. mars 2009

Hægeldun - slow food-rauðvínskássa

Einhver bylgja af hægeldun mun vera að ryðja sér til rúms, eða réttara sagt vaxa hryggur um fisk. Ég var trúr þessu um helgina og eldaði rauðvínskássu með gratineruðum kartöflum handa gestum. Uppskriftina fékk ég hjá Ragnari lækni sem er mönnum fremri í hægeldun. Ég verð þó að segja að ég mæli með örlitlum breytingum á uppskriftinni. Það sem átti að vera punkturinn yfir i-ið reyndist í mínu tilfelli næstum disaster þó gestir kvörtuðu ekki.


Ég eldaði nautakássu nautabanans.

Ég varð mér úti um gúllaskjöt og vegna tilmæla í uppskrift Ragnars skar ég það í smærri bita og steikti með tveimur laukum og sex smáttskornum hvítlauksrifjum á vægum hita eða þar til kjötið er brúnað á hverri hlið. Ég var trúr uppskriftinni og bætti út í 7.5 kanilstöngum , skipti nautakrafti út fyrir villibráðarkraft því það var það sem til var í ísskápnum, saltaði og pipraði. Því næst bættust við sex negulnaglar og þegar kanil/negul lyktin hefur blossað upp bætti ég útí er flösku af af rauðvíni. Þar útí flugu tvö lárviðarlauf, tvær greinar af fersku timían og rósmarín. Ég elska lyktina af fersku timían. Það er stemmingskryddjurt. Skapar ótrúlega gott andrúmsloft.

Þetta lét ég malla í klukkutíma og bætti þá út í tveimur gullrótum, ólífum og hálfri rófu (hefði kosið sellerírót en átti hana ekki til. Þetta lét ég malla í 3o mín til viðbótar og smakkaði oft til. Var kominn með fullkomið jafnvægi í sósuna þegar kom að lokahnykknum.


Þegar hér var komið sögu átti skv uppskrift að bæta útí 100 gr. af parmaskinku en hana átti ég ekki til og notaði í staðinn þurrkað beikon frá SS fremur en Ali að mig minnir. Þetta var slæmt múv að mínu mati. Allt annar bragðheimur og hið fullkomna jafnvægi rann út í sandinn.


Ég varð svolítið vonsvikinn við þetta en gestirnir gerðu matnum góð skil.

Engin ummæli: