Oft er margt skrafað í kaffistofunni á vinnustað mínum. Í dag var rætt um matargerð og uppskriftir. Þar kom að einn samstarfsmaður minn fleygði fram sögu af verstu matargerð sem hann hefði heyrt um. Svo bar undir að vinur hans lenti í því að faðir hans þurfti að sjá um matseldina í fjarveru húsmóðurinnar. Ætlaði hann að steikja slátur en en engin var til feitin svo að hann greip til lýsis og steikti slátrið upp úr því. Mikil óþefur barst um allt húsið og þurfti að lofta út í margar vikur og maturinn var ekki góður.
.
Við þessa sögu kveiknaði í samstarfsmanni mínu sem situr á næstu skrifstofu og gekk í MR á sínum tíma og skrifar reglulega pistla um lýðheilsu og lækningar. Rifjaðist upp fyrir honum að eitt sinn hefði hann ætlað að útbúa þjóðlegan rétt og tók til kakópott þeirra MR-inga og reyndi að poppa með lýsi. Maísinn poppaðist ekki en lengi á eftir var skrítið bragð af kakóinu sem selt var í sjoppu nemendafélagsins. Farið var með málið eins og mannsmorð.
.
Þriðja söguna sagði þilskipaskrásetjarinn af upphafsbúskaparárum sínum, en þá ætlaði að unnustan að elda humar með karamellulíkjör og hvítvíni og hafði forláta uppskrift frá matgæðingi. Það fylgdi sögunni að ef ekki væri til karamellulíkjör mætti nota mysing í staðinn. Ef ekki væri til hvítvín mætti nota mysu. Svo bar undir að unnustan átti ekki heldur humar, bara rækjur. Svo úr urðu rækjur soðnar í mysu og mysingi og sagði þilkskipaskrásetjarinn að það hefði verið eftirminnilega vondur matur. Hann á því síðasta orðið í þessari hugvekjum um gourmet mat úr íslenskum afurðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli