4. mars 2009

Breyttir tímar

Kæra dagbók, þannig ber undir að ég hef minnkað við mig vinnu á gamla vinnustaðnum og er nú farinn að vinna vestur í bæ tvo eftirmiðdaga í viku á háskólaklínikinni við að grúska, nokkuð sem ég gerði fyrir tíu árum síðan. Auðvitað átti ég að vera löngu búinn að láta þig vita af þessu, en ég hef verið hugfanginn af verkefninu og því ekki gefið mér tíma til að sinna þér.

Þá daga sem ég vinn vesturfrá er ég yfirleitt lengi fram eftir. Það skapar svolítil vandræði því annan daginn fæ ég fjölskylduna mína i fisk sem ég elda. Þetta hefur valdið nokkurri spennu hjá mér því ég rýk upp um sexleitið og heim og tröfra fram fiskirétti þannig að ég kem mér sífellt á óvart með hvað hægt er að gera úr þessu hráefni á örskömmum tíma. Sem betur fer er fiskur þeim mun betri eftir því sem hann er minna eldaður.

Engin ummæli: