4. mars 2009

Út að borða

Ég hef vanrækt þig kæra dagbók í langan tíma. Það er svo margt að gerast, t.d. fór ég út að borða á einn af uppáhalds stöðunum mínum. Ég fer alltaf reglulega á Þrjá frakka á Baldursgötunni, en oftast í hádeginu og oftast með sömu félögunum. Nú hefur liðið langt frá síðustu heimsókn. Í gærkveldi gafst tilefni og endurnýjaði ég kynnin við þennan ágæta veitingastað. Á þremur frökkum virðist alltaf fullt og staðurinn eftirsóttur. Mér þótti athyglisvert að á hverju borðum mátti sjá amk einn gest með hvalsteik. Vinsældir þessa réttar virðist augljós þrátt fyrir alla tilfinningasemi gagnvart hvalveiðum. Ég fékk mér hinsvegar fisk eins og venjulega, en hét því að prófa piparsteikina hans Úlfars við tækifæri og einhverntímann síðar hrossalundina sem þar er á boðstólum.

Engin ummæli: