Eldaði hreindýr um jólin fyrir krakkana og mig og fór að ráðum Jóa Fel. Var meira segja í stuttermabol í eldhúsinu. Takið eftir á myndbandinu hnífnum og hitamælinum. Slíkar græjur á ég, -fékk frá alveg yndislegri konu og góðum vini. Passaði hitann mjög vel en það er lykillinn að vel heppnaðri steik.
Gerði smá breytingar á uppskriftinni. Þannig notaði ég heimalagaða stikilberjasultu í sósuna og þar sem ég átti ekkert púrtvín notaði ég hvítvín sem ég hafði opnað með humrinum á aðfangadag. Engin ástæða til að bruðla eða láta gott vín fara til spillis. Sveppi átti ég þurrkaða frá því í fyrra, -týnda í eyðimörkinni sem hefur verið breytt í skógræktargirðingu á Rangárvöllum.
5. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já þetta hljómar vel. Hvaða tegund er hnífurinn? En kjöthitamælirinn?
Bestu kveðjur með ósk um gleðilegt nýtt ár, Guðný Pálína
Hnífurinn heitir Gude messer en ekkert merki er á hitamælinum fyrir utan svissneska fjánann (nema það sé fáni rauða krossins; rugla þeim alltaf saman úbs...)
Skrifa ummæli