7. janúar 2009

Handa íslenskri þjóð

"Allt í einu sneri herpresturinn sér að Svejk og sagði: - Kæri vinur, gefðu mér löðrung.
- Einn eða fleiri? spurði Svejk.
- Tvo.
- Gerðu svo vel.
Herpresturinn taldi upphátt löðrungana sem hann fékk, og hann var
hamingjusamur á svipinn.
- Þetta er hressandi, sagði hann. - Þetta er ágætt fyrir meltinguna. Gefðu mér einn á snúðinn ennþá.
- Hjartans þakkir, sagði hann þegar Svejk hafði afgreitt hann. - Nú líður mér vel."

Úr "Góða dátanum Svejk" eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls Ísfelds.

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Palli bróðir minn átti þessa bók og ég las hana sem unglingur. Fannst hún alveg frábær.