
Tókst að verða mér úti um kúttmaga í gær. Mér þótti þetta hnossgæti hér áður fyrr, en hef ekki fengið í mörg ár. Helst er að nálgast þetta með að kaupa sig inn á kúttmagakvöld íþrótta- eða góðgerðarfélaga en þangað er ekki öllum boðið. Því fagnaði ég því heilshugar þegar mér áskotnaðist 1 kg af kúttmögum. Í gær var ég að hreinsa þá og setti í saltvatn í nótt og í dag ætla ég með systur minni að fylla þá og halda veislu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli