
Ærir hefur legið undir feldi í 6 mánuði og reiknaði ekki með að eiga afturkvæmt. Hinsvegar hefur komið í ljós að þessi vefsíða er uppspretta fróðleiks og gleði sem höfðar til fjöldans því þrátt fyrir að hafa ekki sett staf á blað þennan tíma er síðan lesin og heimsótt í talsverðu mæli, eða allt að 500 heimsóknir í mánuði.
Þessu verður náttúrulega að sinna, enda ótal sögur sem enn hafa ekki verið færðar til bókar.
2 ummæli:
Fyrir hönd þögla meirihlutans þá fagna ég mjög tímabærri endurkomu að blogginu.
ke
Mikið var, var farin að íhuga hvort þyrfti að beita hótunum til að vekja þig. Velkomin aftur.Ketta í Hvarfi
Skrifa ummæli