11. september 2006

Skuld


Þetta er hún Skuld frá Vindási, Ingólfsdóttir Hrafnssonar frá Holtsmúla.

Prinsessan mín.








Skuld er gæðingur. Ég fékk hana úr reiðskóla og kynntist henni reyndar þar. Hún var fyrsti hesturinn sem tölti hjá mér að einhverju gagni. Hún var hugljúfi barna, en reyndist fullorðnum erfið, nema mér. Við náðum saman frá fyrstu stundu. Þegar reiðskólinn var lagður niður bauðst mér hún til kaups og var ég ekki lengi að hugsa mig um. Hún hefur margfallt launað mér það og unir hag sínum vel. Verður glæsilegri með hverju árinu. Hún skiptir svolítið lit eftir árstíðum. Verður mjög ljósrauð á sumrin en dekkri á feldinn á veturnar. Nú er feldurinn farinn að dökkna og faxið er enn ljóst. Þessa dagana er hún því glófext. Hún á til að vera svolítið sérlunduð og oft einfari. En hver er það ekki, svona endrum og eins.

Engin ummæli: