Á Syðri-Á bjó Jón á Syðri-Á, harmonikuleikari, skáld og lagasmiður og lífskúnstner. Ég á áritaða ljóðabók eftir hann. Í kringum hann var stofnuð þessi hljómsveit. Ég á tvo af diskum þeirra. Hér er eitt af ljóðum Jóns:
Nú ertu horfin
Þú hvarfst sem draumsjón, fyrir dagsins brá,
dimmir skuggar fylltu huga minn,
sem vorið unga og bjarta, þú vaktir mína þrá
og vonir ljúfar upp við barminn þinn.
Ó, finnurðu ekki hve ég þrái þig
þrungið harmi og friðvana er
hjarta mitt í leit að þér.
En sé ég oft í draumi þitt sólargullið hár
og safírbláu augun horfa á mig,
ég leita inn í rökkrið og hyl mín tregatár,
í tóna bind ég minninguna um þig.
Nú ertu horfin - út á húmsins ver
hjarta mitt sorgþrungið er
því að einni unni ég þér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli