
Elísabet var skáld ágætt líka og hér er eitt ljóða hennar:
Án titils
Skjálfandi dropar falla blað af blaði,
björt yfir austurfjöll er sólin stigin
vekur af blundi allt sem dregur anda.
Bíðandi ylsins björk og reynir standa,
blikandi lauf í morgunkuli titrar,
senn hækkar röðull, vermir allt og alla.
Út yfir sundin, inn um hlíð og hjalla,
örléttar þokuslæður mjúkar liðast,
leysast í sundur, hverfa burt í blænum.
Brjósthvítir mávar líða yfir sænum,
skuggar af vængjum fljúga báru af báru,
bjóða þær góðan dag með rómi þýðum.
Þegar þær kyssa sandinn kossi blíðum,
kvikandi ljósbrot titra í vatnsins gáru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli