19. september 2006

Gæðingar að hausti

Fékk unglingana úr tamingu um helgina, Hálfmána 4 vetra og Greifa 7 vetra. Báða ættaða frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Þeir eiga það sameiginlegt að rekja ættir sínar til Ófeigs frá Flugumýri. Óli hefur náð fínum árangri með þeim yngri, en Greifi stefnir í það að verða barnahestur, hvers manns hugljúfi.

Stoltur eigandi með gæðingsefnið.

Hér að neðan á Greifa.
Hálfmáni leikur listir sínar með hárri fótalyftu.
Er sennilega að dansa bí ba búm. Þeir gerast vart glæsilegri og prúðari.





(myndirnar birtar með góðfúslegu leyfi Fingurbjargar ljósmyndara m.m.)

Engin ummæli: