Fékk unglingana úr tamingu um helgina, Hálfmána 4 vetra og Greifa 7 vetra. Báða ættaða frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Þeir eiga það sameiginlegt að rekja ættir sínar til Ófeigs frá Flugumýri. Óli hefur náð fínum árangri með þeim yngri, en Greifi stefnir í það að verða barnahestur, hvers manns hugljúfi.


Stoltur eigandi með gæðingsefnið.
Hér að neðan á Greifa.

Hálfmáni leikur listir sínar með hárri fótalyftu.
Er sennilega að dansa bí ba búm. Þeir gerast vart glæsilegri og prúðari.

(myndirnar birtar með góðfúslegu leyfi Fingurbjargar ljósmyndara m.m.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli