Fékk unglingana úr tamingu um helgina, Hálfmána 4 vetra og Greifa 7 vetra. Báða ættaða frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Þeir eiga það sameiginlegt að rekja ættir sínar til Ófeigs frá Flugumýri. Óli hefur náð fínum árangri með þeim yngri, en Greifi stefnir í það að verða barnahestur, hvers manns hugljúfi.
Stoltur eigandi með gæðingsefnið.
Hér að neðan á Greifa.
Hálfmáni leikur listir sínar með hárri fótalyftu.
Er sennilega að dansa bí ba búm. Þeir gerast vart glæsilegri og prúðari.
(myndirnar birtar með góðfúslegu leyfi Fingurbjargar ljósmyndara m.m.)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli