4. september 2006

Bi ba bum

Kynni hér ólafsfirska dansinn Bi ba bum, hef verið að æfa hann um helgina. Verð með námskeið, - auglýst síðar.


Ég hitti eina brúna mær sem bauð mér upp í gær
blessunin hún vissi ekki að ég hafði engar tær
hún horfði á mig spekingsleg með spurn í augunum
ég spurði hana hvort hún vildi dansa bi ba bum

Dönsum bi ba bum
sem er svona dans
lyftum öðru fætinum
og restin er Óli skans

Ekki þarf að trega og gráta þó tærnar detti af
teljum heldur puttana og hitt sem drottinn gaf
Dömurnar fá kikk úr því að kynnast nýungum
svo karl minn ef þú átt í vanda, þá lærðu bi ba bum


Texti: Helgi Þór Ingason við lag Óla Þórðar.
Undirleikur: South River Band

Engin ummæli: