



Týndi 25L af krækiberjum sem nú eru orðin að hlaupi, safti, sírópi og snafsi. Týndi líka eina tunnu af sveppum.
Án titils
Skjálfandi dropar falla blað af blaði,
björt yfir austurfjöll er sólin stigin
vekur af blundi allt sem dregur anda.
Bíðandi ylsins björk og reynir standa,
blikandi lauf í morgunkuli titrar,
senn hækkar röðull, vermir allt og alla.
Út yfir sundin, inn um hlíð og hjalla,
örléttar þokuslæður mjúkar liðast,
leysast í sundur, hverfa burt í blænum.
Brjósthvítir mávar líða yfir sænum,
skuggar af vængjum fljúga báru af báru,
bjóða þær góðan dag með rómi þýðum.
Þegar þær kyssa sandinn kossi blíðum,
kvikandi ljósbrot titra í vatnsins gáru.
Nú ertu horfin
Þú hvarfst sem draumsjón, fyrir dagsins brá,
dimmir skuggar fylltu huga minn,
sem vorið unga og bjarta, þú vaktir mína þrá
og vonir ljúfar upp við barminn þinn.
Ó, finnurðu ekki hve ég þrái þig
þrungið harmi og friðvana er
hjarta mitt í leit að þér.
En sé ég oft í draumi þitt sólargullið hár
og safírbláu augun horfa á mig,
ég leita inn í rökkrið og hyl mín tregatár,
í tóna bind ég minninguna um þig.
Nú ertu horfin - út á húmsins ver
hjarta mitt sorgþrungið er
því að einni unni ég þér.
Ég geng í myrkri, gatan er mér týnd,
sú gata er mér sem besta leið var sýnd.
Mér þótti einsýn þessi flýtisferð
og fannst hún mundi verða á svipstund gerð.
En fyrr á þrek mitt gekk en glöggt mér var,
og grjótið hvasst mig sárt í iljar skar.
Það setti að huga mínum hik og geig
með hverju spori sem ég lengra steig.
Og þegar leiðin reis í fang, ég fann
að fast á hæla mína efinn rann
og sífurrómi síspyrjandi var,
hvort sæi ég nokkrar götur liggja þar.
Á miðju fjalli hefur nótt mér náð,
ég næsta fáu get um lokin spáð,
en efinn hefur villt mig svo á veg,
að viljalaus í spor hans þræði ég.
Fölnar um hlíðar, færist haustið að
fálæti sólar vex með hverjum degi,
farfuglar þöglir hópast himinvegi
berið mig vindar, burt úr þessum stað.
Blómjurtin fagra lögst er löngu nár,
lífsviskan öll er þjökuð dvalasvefni,
hvarvetna þrotin gleði og yndisefni.
Liðið er enn til loka sólskinsár.
Kalt er mér löngum, kreppir hjarta að
kvíði af sterkum grun um vetur langan
en hvað ég þrái sól og sumarangan!
Berið mig vindar, burt úr þessum stað.
Ég hitti eina brúna mær sem bauð mér upp í gær
blessunin hún vissi ekki að ég hafði engar tær
hún horfði á mig spekingsleg með spurn í augunum
ég spurði hana hvort hún vildi dansa bi ba bum
Dönsum bi ba bum
sem er svona dans
lyftum öðru fætinum
og restin er Óli skans
Ekki þarf að trega og gráta þó tærnar detti af
teljum heldur puttana og hitt sem drottinn gaf
Dömurnar fá kikk úr því að kynnast nýungum
svo karl minn ef þú átt í vanda, þá lærðu bi ba bum