
árgangur 2006 er jólasnapsinn minn i ár. Hann fær mig til að brosa.
 Jólin hafa verið skemmtileg og gefandi. Þannig fékk ég graflax frá bróður mínum og mágkonu sem hefur verið þríveigis í forrétt um hátíðirnar hjá mér, eða í öllum veislunum sem ég hef haldið. Meira segja fengum við graflaxinn sem bróðir sendi systur okkar í stórfjölskylduveislunni á öðrum degi jóla. Enda alveg einstakt ljúmeti. Það vantaði bara uppskriftina frá mömmu að sósunni frægu. Hafið bestu þakkir bróðir og mágkona.
Jólin hafa verið skemmtileg og gefandi. Þannig fékk ég graflax frá bróður mínum og mágkonu sem hefur verið þríveigis í forrétt um hátíðirnar hjá mér, eða í öllum veislunum sem ég hef haldið. Meira segja fengum við graflaxinn sem bróðir sendi systur okkar í stórfjölskylduveislunni á öðrum degi jóla. Enda alveg einstakt ljúmeti. Það vantaði bara uppskriftina frá mömmu að sósunni frægu. Hafið bestu þakkir bróðir og mágkona.
 Ég er orðin meiri kaffisvelgur en gott þykir. Sló þó öll met, þó ekki í kaffidrykkju, á milli jóla og nýárs. Lét spá í bolla hjá mér. Þannig var að ég og Hólmgeir ásamt Finni og Guðjóni vinum okkar fórum í hestaleiðangur á Rangárvellina. Til að sækja hesta.  Vorum við vel vopnum búnir og tilbúnir í slark. Það kom þó ekki til þess þar sem  bændur á Kaldbak fóru á fjórhjólum að smala hólmann og komu með stóðið heim í gerðið. Á meðan sátum við með heimsætunni, þeirri elstu á bænum, glaðlyndri og skemmtilegri eldri frú sem krafðist þess að fá að spá í bollana okkar. Eftir nokkuð japl jaml og fuður, urðum við við þessari málaleita. Í fyrsta sinn var spáð í bolla fyrir mig eftir að ég hafði farið með allar serímóníurnar og snúið bolla bæði rangsælis og réttsælis í þrjá hringi yfir höfðinu. Aðrir gerðu líkt hið sama. Spádómarnir voru skemmitlegir en þó hélt hún einhverju eftir hjá sumum, sennilega slæmum tíðindum. Þannig má Finnur ekki fara í hrossakaup á næstunni því einhver reynir að hlunnfara hann. Hólmgeir er ungur og brokkgengur og hjá mér er bjart framundan og fjársjóður lá í botni bollans. Etv eitthvað lauslæti líka. Hver veit nema ég fari að að verða fráhverfur skírlífsheitinu á komandi ári.
Ég er orðin meiri kaffisvelgur en gott þykir. Sló þó öll met, þó ekki í kaffidrykkju, á milli jóla og nýárs. Lét spá í bolla hjá mér. Þannig var að ég og Hólmgeir ásamt Finni og Guðjóni vinum okkar fórum í hestaleiðangur á Rangárvellina. Til að sækja hesta.  Vorum við vel vopnum búnir og tilbúnir í slark. Það kom þó ekki til þess þar sem  bændur á Kaldbak fóru á fjórhjólum að smala hólmann og komu með stóðið heim í gerðið. Á meðan sátum við með heimsætunni, þeirri elstu á bænum, glaðlyndri og skemmtilegri eldri frú sem krafðist þess að fá að spá í bollana okkar. Eftir nokkuð japl jaml og fuður, urðum við við þessari málaleita. Í fyrsta sinn var spáð í bolla fyrir mig eftir að ég hafði farið með allar serímóníurnar og snúið bolla bæði rangsælis og réttsælis í þrjá hringi yfir höfðinu. Aðrir gerðu líkt hið sama. Spádómarnir voru skemmitlegir en þó hélt hún einhverju eftir hjá sumum, sennilega slæmum tíðindum. Þannig má Finnur ekki fara í hrossakaup á næstunni því einhver reynir að hlunnfara hann. Hólmgeir er ungur og brokkgengur og hjá mér er bjart framundan og fjársjóður lá í botni bollans. Etv eitthvað lauslæti líka. Hver veit nema ég fari að að verða fráhverfur skírlífsheitinu á komandi ári.
Til er mynd
mynd í minni bók
mynd af engli
engli sem grætur.
brosir gegnum tárin
innviðið er brotið
en myndin er ósnortin
Hróel
1986-
Hellist yfir hugarbálið
er húmið sækir að.
í þig verð að stappa stálið
stattu bein og mundu það
að eftir skúr mun skína sólin
skært og hlýtt á heima hólinn.
