Ódáinsvellir
og draumlanda rökkrið
okkur sundrar
óskiljanlegar mannverur
í yfirlögðu næturhúmi
þar sem hvorugt skín
án hins.
Í dag á ég ljóð dagsins á ljod.is.
Ódáinsvellir
og draumlanda rökkrið
okkur sundrar
óskiljanlegar mannverur
í yfirlögðu næturhúmi
þar sem hvorugt skín
án hins.
Við héldum upp á þjóðhátíðardaginn með því að ríða niður á Rangárvelli. Ferð minni var heitið að Kaldbak við Ytir-Rangá en aðrir ætluðu á næsta bæ, Bolholt. Í Hólaskógi var enn rok og moldviðri en sem betur fer var það í bakið. Hrossin voru spræk í vindinum og riðum við sem leið lá niður að Búrfellsstíflu og fengum að fara þar yfir með hrossin. Þennan dag skiptum við oft um hesta og launuðu þeir okkur með því að halda vel áfram enda farin að átta sig á að við værum að koma í heimahaga. Líflegt var yfir rekstrinum. Ég fann alveg þegar viljinn óx í mínum hrossum og stóðu þau sig með prýði. Sérstaklega komu þau Skuld og Glói skemmtilega inn. Ég reið Glóa í upphafi dags og svo aftur síðasta legginnheim og var gaman að finna hvernig honum óx ásmegin í síðari hlutanum þannig að hann breytist í viljahross og ég tímdi ekki að hætta á honum fyrr en í hlað var komið. Á honum reið ég yfir Ytri Rangá og var það eins gott því áin var djúp í þetta sinn, þó ekki þannig að við misstum hrossin á sund.
Á mánudegi rann upp stóri dagurinn. Fyrir hugað var að ríða yfir Þjórsá á Nautavaði, fornri leið um suðurland. En þær fregnir bárust að Landsvirkjun væri farin a hleypa úr lónum og því væri áin orðin ófær. Flestum þótti þessar fréttir miður en öðrum var létt.
Helgin byrjaði á föstudagseftirmiðdag þegar við riðum frá Mosfellsdal yfir heiðina að Þingvöllum. Ég reið aðeins tvo síðustu leggina heima að Skógarhólum. Ferðinni heitið austur á Rangárvelli, í "heimahaga". Inn um glufur lósið lætur sverfa,
Í lágu byrgi læðist vera klökk.
Óskin einn er í náttúru að kverfa,
Fara innar, neðar, vera dökk.
Í höndum hrjúfum andlit hefur falið,
Við hvert andvarp, hreyfing er í leit.
En ekkert tár, því tárið hefur kalið,
Þar engin von, í von um nýjan reit.
Þá lítið ljósrof í sprungu leikur helli,
og slær á veggi annarlegum ljóma,
draumar vakna um fagur græna velli,
í frelsi lifna bak við lukta dóma.
Út hún braust og hljóp á lágu landi,
elt þar uppi fram um tímans okið.
Það lifa margir sem eru í þessu standi
og geta aldrei um frjálst hárið strokið.
Páll Hólm
1954-
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka smáragrund.
Yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum.
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin, seint er sest.
Sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleði æsku, hvíldin elli.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli.
Örn Arnarson, sundmaður úr SH hefur lýst því yfir að hann muni ekki keppa í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst, en hafði tryggt sér þátttökurétt í greininni með því að synda undir B-lágmarki. Hefur Örn sent Sundsambandi Íslands staðfestingu á þessu. Ætlar Örn að einbeita sér að baksundinu á leikunum.
Hér koma fleiri myndir frá íslensku fjallaleiðsögumönnunum, þessar voru teknar úr flugvél sem sveimaði yfir þegar við vorum að nálgast toppinn.
Hér sést þegar verið er að fara yfir stærstu og erfiðustu sprunguna á hnúknum, þar var Ærir næstum runninin á rassinum ofan í hyldýpið.
Á toppi tilverunnar! Ofar skýjum.
Sprunginn Hvannadalshnjúkur. Hér sjást aðstæður mjög vel og hversu mikið jökullinn var sprunginn. Við urðum því að gera nokkrar lykkjur á leið okkar.
Myndir af vefsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, sýnir eina línuna og Hvannadalshnjúk í fjarska þann 31. maí 2008. Myndin sýnir vel snjóríkið í Öræfajökli og veðrið sem við fengum þegar við náðum loks alla leið upp á topp eftir 8-9 klst göngu.
Það kom af því að toppinum yrði náð. Ég og skógarvörðurinn lögðum land undir fót og fórum austur í Skaftafell með tjaldvagninn minn, hálf kvíðnir því sem þar biði okkar. Á móti okkur tóku hressir ungir fjallaleiðsögumenn sem stilltu mannbrodda á skó okkar og úthlutuðu ísöxum. Fengum við ýmsar leiðbeiningar og veðurspá til fjallgöngu snemma næsta morguns leit ekki illa út.