25. október 2007

Stundum er sumar í hjarta þó að hausti.



Farinn að mála blómamyndir. Það er saga til næsta bæjar. Hvað næst?






Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeta er bara betra og betra.
Mikil framför frá skútunni með vindinn í bakseglin ;-)

ærir sagði...

það voru sjónhverfingar sem ekki allir sjá í gegnum!
En hvað eru annars mörg listaverk gerð með slíku snilldarbragði að ná að fanga þetta krístiska augnablik þegar slær í bakseglin. Ég bara spyr.
ra