9. maí 2008
Spói
Spóinn kom í gær. Fyrsta parið við hesthúsahverfið í ár. Sumarið er óvenju snemma á ferð. 14 stiga hiti í gær og grundirnar grænka hratt. Miklu fyrr en sl. vor þegar þurkar hömluðu því að gróður tæki við sér. Ég er farinn hljóma eins og gamall bóndi. En mikið er ég farinn að hlakka til að fara í Ljósheima, túnblettinn minn fyrir austan fjall og planta þar fleiri trjám. Þar er mikið varpland vaðfugla, sérstaklega stelks, hrossagauks og jaðrakans. Á læknum eða ræsinu halda svo endur sig og skógarþröstur, maríuerla og þúfutitlingur eiga þar líka skjól og á örugglega eftir að fjölga þegar trjágróðurinn fer að taka við sér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli