
Þetta kom ekki að sök því gleði tók svo völdin á frábæru sveitaballi í Laxnesi, en þangað höfðu gengið og riðið samstarfsfólk og hestavinir. Var þar gleði mikil og dansað á fjallabomsunum fram eftir nóttu. Þilskipaskrásetjarinn fór á kostum í bandinu sínu sem spilaði gamla slagara fram á rauða nótt.
1. maí gangan breytist í hlaup í Laugardalnum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer og hleyp í hóp en nú er prógramið hjá Sprett komið á fullt og það merkilega að æfingin var alveg temmileg fyrir mig, þó svo að nú í morgunsárið hafi ég alveg fundið fyrir þeim vöðvum sem ræstir voru við rásmarkið. Enduðum í jógaæfingum en það á ekki vel við mig að snúa fótum til himins, kannski það komi líka með æfingunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli