7. maí 2008

NOMA

Það er sko munur að eiga góða að. Í gær var rigning og rok í Reykjavík og súld í huga mér, þannig að sófinn var mun álitlegri kostur en fara út og taka fyrirsetta hlaupaæfingu Spretts. En þá hringdi sonurinn og minnti á skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir prófannir var hugur hans einbeittur og út örkuðum við í rigningarsuddan og á eftir vorum við heldur betur stoltir af okkur. Fyrsta æfingin í veðri sem á afstæðan hátt mátti kalla, eftirá, gott. Heima elduðum við svo saman, þ.e. hann skrapp í búð og keypti salat og tómata og ég sá um að steikja fisk. Notaði kryddblöndu frá NOMA - seafood sem reyndist vel. Eitthvað sem ég keypti fyrir allnokkru en hef lítið notað og galdurinn var að nota nógu mikið saman við hveiti og egg. Með þessu var svo borin fram steiktur laukur með kapers, en galdurinn við kapers er að skola vel áfengisblönduna af sem er notað til varðveislu. Að venju bættist svo eldri sonurinn í matinn eftir sína sundæfingu. Ylfa komst ekki og fékk í staðinn sendan mat heim. Það sem maður dekrar við sína, meira segja farinn að bjóða upp á "take away" þjónustu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig!

ærir sagði...

Verði þér að góðu! Hittumst í spretthlaupunum í Laugardalnum í dag, ég er búinn að æfa samviskusamlega :)