
Enn eitt fjallið fallið að fótum okkar í gönguklúbbnum. Tókum Skeggja hæsta tindinn í Henglinum með trompi í gærkveldi. Höfðum áætlað að vera um 2 klst upp en raunin varð sú að uppgangan tók aðeins 1 klst og 20 mín og til baka vorum við komin eftir 2 klst. Gengið var inn Skeggjadal og upp talsvert brattar fannir á sjálfan toppinn þar sem fyrsta söngæfing var haldin í talsverðum vindi og algjöru útsýnisleysi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli