15. maí 2008

Esjan - solo

Gekk á Esjuna í gær í góðu veðri og með fallegt útsýni. Nennti ekki að bíða eftir gönguhópnum og fór strax eftir vinnu. Í fyrsta sinn naut ég þess að vera á göngu og tími til kominn. Náði loks þessu þægilega jafnvægi sem þeir þekkja sem stunda fjallgöngur - jafnvægi á milli öndunar og brennslu í vöðvum. Hvorugt var pína í þetta sinn. Gekk alla leið upp að Steini án þess að taka eina einustu pásu. Það er framför. Held að það sé greinilegt að þrekið sé að vaxa og sennilega hafa göngurnar fram að þessu, upp á jökla verið einu númeri of stórar miðað við alla kyrrsetuna sem hefur liðist undanfarið. En allt hefur þetta hafst á þrautseigjunni og í góðum félagsskap. Svo hafa líka hlaupaæfingarnar hjálpað mikið. Nú eru æfingar fjórum sinnum í viku og merkilegt hvað svona bumbukall hefur gaman af þessu. Jógað hefur líka komið mér á óvart og nú kann ég Matsyasana - fiskinn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég geri ráð fyrir að skógfræðingurinn vinur okkar hafi minnt þig á þegar hann og minn eini sanni fóru saman í jóga "in the 70´s". Það var ekki fallegt og verra yrði það ef minn færi núna. Ég er að kenna honum að teygja hendurnar yfir höfuðið! Það verður að segjast eins og er að hann langar í jóga eða pílates, bara ekki alveg strax. kf

ærir sagði...

það hafa líka komið ábendingar frá þilskipaskrásetjarnum um þessar æfingar sem þeir virðast lifa lengi á og voru nokkuð lerkaðir á eftir. ég á eftir að prófa pilates og ég verð að segja að jógað er meira til kynningar en sem langtíma markmið hjá mér. amk enn sem komið er.

Nafnlaus sagði...

Það er leitt að þú skulir ekki sjá jóga sem langtíma markmið, ég lærði það sem unglingur (in the 70´s) og það hefur hjálpað mér mikið. Í hvert sinn sem ég kem útúr jógalates tíma nú til dags þá finnst mér ég vera við stýrið í mínu lífi en ekki á floti á forsendum annarra. kf

Nafnlaus sagði...

Það er leitt að þú skulir ekki sjá jóga sem langtíma markmið, ég lærði það sem unglingur (in the 70´s) og það hefur hjálpað mér mikið. Í hvert sinn sem ég kem útúr jógalates tíma nú til dags þá finnst mér ég vera við stýrið í mínu lífi en ekki á floti á forsendum annarra. kf

Nafnlaus sagði...

Svona er það að ýta tvisvar á takkann í hreinni óþolinmæði! Sorrí kf

ærir sagði...

takk fyrir tvöfallt komment, aldrei er góð vísa of oft kveðin.