2. apríl 2008

Undir seglum (kveðið í veikindum)

Þetta er ljóta bölvuð byttan,
bæklað stýri, kjölur fúinn.
Allt er rifið eða brotið,
allur reiði sundur snúinn.

Ef það væri ljófa leiði,
léti ég samt bátinn vera.
En byljirnir úr Skuggaskörðum
skemmri munu veginn gera.

Dauðinn sér í djúpi byltir,
dylur sig í boðahrönnum.
Ertu í þessum eða hinum,
ófreskjan, að nísta tönnum?

Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882-1906


Held ég sé að fá þessa fjandans flensu.

Engin ummæli: